Það var þetta sem það kostaði

,,,Talsmenn ríkisstjórnarinnar tala purkunarlaust um ráðherraskiptin. Af orðum þeirra verður varla neitt annað ráðið en settur hafi verið pólitískur verðmiði á órólegu deildina í VG. Um leið og sjálfsagt er að þakka þessa hreinskilni, lýsir hún inn í hugarheim ríkisstjórnarsamstarfsins. En illa þekki ég vini mína í órólegu deildinni í VG ef þeir reiðast ekki slíku tali félaga sinna úr samstarfsflokknum og eigin flokki.

Okkur var nauðugur einn kosturinn, að taka einn úr þeim armi VG sem hafa látið hæst, inn í ríkisstjórnina, sagði þingmaður Samfylkingarinnar í gær. Það var skýrt hvað við var átt. Annars yrði stjórnin ekki starfhæf.

Hitt var ennþá athyglisverðara sem ég vakti athygli á hér á blogginu í gær. Álfheiður Ingadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra upplýsti það hreinlega að ekki hefði verið þinglegur meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Það hefði verið til þess að tryggja þennan nauðsynlega meirihluta sem Ögmundi Jónassyni var sjanghæað inn í stjórnina; múlnum smeygt á þá órólegu.

Ríkisstjórn án þinglegs meirihluta fyrir fjárlagafrumvarpi á ekki maga lífdaga framundan. Hennar skapadægur eru að renna upp. Þess vegna var farið í það að stokka upp í ríkisstjórninni. Til þess að tryggja framgang fjárlagafrumvarpsins. Það varð einungis gert með ráðherrakapli og því var hann lagður.

Það er í raunni makalaust að fjölmiðlar hafi ekki áttað sig á þýðingu orða ráðherrans fyrrverandi.

Nýi ráðherrakapallinn, er ótrúlegt dæmi um grímulaust pólitískt valdabrask og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa tekið þátt í því að fullu, ekki síst órólega deildin í VG. Hún greiddi fyrir frekari aðgang að borði ríkisstjórnarinnar með því að heita stuðningi við fjárlögin. Nú liggur það fyrir.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband