Ávarp ţingforseta viđ setningu Alţingis

Viđ setningu Alţingis 6. júní sl. flutti ég ávarp ţar sem ég gerđi grein fyrir nokkrum viđhorfum mínum. Ţar sagđi ég međal annars:

"Á síđasta kjörtímabili jókst sú tilhneiging ađ ţingmál stjórnarmeirihlutans vćru lögđ fram fáeinum dögum fyrir lögbundinn frest og jafnvel í stórum stíl eftir ţađ. Á 139. löggjafarţingi voru alls lögđ fram 139 stjórnarfrumvörp. 29 ţeirra komu fram rétt fyrir eđa viđ lok framlagningarfests og 37 voru lögđ fram eftir ađ fresturinn var liđinn. 47% stjórnarfrumvarpa var ţví dreift rétt fyrir framlagningarfrest eđa ađ honum liđnum. Á nćsta löggjafarţingi, eđa ţví 140. voru lögđ fram 132 stjórnarfrumvörp. 77 ţeirra komu fram rétt fyrir eđa viđ lok framlagningarfrestsins og sex ađ honum liđnum, eđa alls 63% stjórnarfrumvarpa. Ţađ sjá allir ađ ţetta getur ekki gengiđ svona. Tími Alţingis nýtist illa og svona háttalag kallar beinlínis fram ónauđsynleg átök hér á Alţingi á ađventunni og á vordögum ár hvert. Ţetta er plagsiđur sem er klár uppskrift ađ vandrćđum og verđur ađ leggja af.

941929_162414920604823_1783147230_n  

Viđ verđum ađ sjá breytingu á ţessu strax á nýju kjörtímabili. Óhjákvćmilegt er ađ ţau ţingmál sem stjórnarmeirihlutinn hyggst leggja fram líti sem fyrst dagsins ljós, annars vegar á haustţingi og síđan eftir áramótin. Ekki nokkrum dögum fyrir framlagningarfrest, eđa eftir ađ hann er liđinn, heldur í tćka tíđ međ skikkanlegum hćtti. Ţetta á ađ vera meginregla — og ófrávíkjanleg regla ţegar um er ađ rćđa viđurhlutamikil mál, svo ekki sé talađ um stórpólitísk ágreiningsefni. Ţađ veitir ţingmönnum tćkifćri til ađ rćđa ţau mál innan eđlilegra tímamarka og hafa áhrif á útkomu ţeirra í umrćđum og međ störfum í ţingnefndum. Ţegar mál koma seint fram á stjórnarandstađa á hverjum tíma ekki margra kosta völ. Í stađ ţess ađ umrćđa og nefndarvinna eigi sér stađ eins og viđ flest kjósum kalla slík vinnubrögđ á langar umrćđur, málţóf og átök af ţví tagi sem vel má komast hjá. Nýtt háttalag, eins og ég kalla nú eftir, er ţví forsenda ţess ađ Alţingi geti ástundađ vinnubrögđ sem ég fullyrđi ađ vilji alţingismanna stendur til."

Ávarpiđ í heild má lesa og sjá, hér:

http://www.althingi.is/vefur/frett.html?nfrettnr=1989

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband