Eitt deiluefni á dag

Forsprakkar stjórnarinnarÍ umræðum um skýrslu forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar sem fram fór í gærkveldi, var ég einn ræðumanna Sjálfstæðisflokksins. Ég fjallaði um stöðu efnahagsmála, hvalveiðarnar og fór fáeinum orðum um ótrúlegt sundurlyndi sem einkennir hina nýju ríkisstjórn. Sá kafli fer hér á eftir, lítt breyttur.

Fyrstu dagar nýju ríkisstjórnarinnar eru ekki uppörvandi. Málin frá ríkisstjórninni streyma sem á færibandi, - það er að segja ágreiningsmálin. Hingað til hefur enginn dagur liðið án þess að þau birtist í einu eða öðru formi.

Í fyrradag voru það stóriðjumálin. Og enn veit enginn hvort fylgt sé uppbyggingarstefnu Össurar Skarphéðinssonar hæstv. iðnaðarráðherra, eða stoppstefnu  Kolbrúnar Halldórsdóttur hæstv. umhverfisráðherra.

Í gær deildu hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra um gjaldmiðilsmál frammi fyrir þjóðinni og fullum sal af fréttamönnum.

Og í morgun sáum við glitta í ansi efnilegt rifrildi um evrópusambandsmál, sem ýmist eru sögð úti á köldum klaka, eða á tvíbreiðri hraðbraut, með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni. Eða eru Vinstri græn sammála formanni Samfylkingarinnar um að tilgangurinn með boðuðum breytingum á stjórnarskrá, sé að greiða fyrir ESB aðild. Það er algjörlega óhjákvæmilegt að flokkurinn svari þessu með skýrum hætti hér í þessari umræðu.

Hinni nýju ríkisstjórn er afmörkuð 80 daga stund, til verka sinna. Haldi hún uppi háttum sínum má búast við að það verði tími 80 ágreiningsefna, einnar deilu á dag.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband