Óstjórn og afneitun

Ríkisstjórnin hefur enga stjórn á efnahagsmálum. Það eru svo sem engin ný tíðindi. En hagtölur síðustu viku sýndu það svo glögglega og sýndu um leið þá algjöru afneitun sem ráðherrarnir eru staddir í þegar að þessum málum kemur.

Hagstofan birti tölur um verðbólgu í síðustu viku. Þeir voru hörmulegar. Þrátt fyrir áralangan samdrátt og þröngar aðstæður heimila og fyrirtækja veður verðbólgan upp. Svör ráðherranna voru að þetta væri nú allt að koma; ástandið færi að lagast.

Við höfum heyrt þetta rugl áður. Það er búið að forrita inn í ráðherranna þessi sömu og innistæðulausu svör um að þetta sé nú allt að lagast. Þetta er enn eitt dæmið um afneitunina, firringuna og sjálfsblekkinguna.

Í afneitun

Hér erum við orði föst í verðbólgu sem er langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Bankinn grípur til stjórntækja sinna og hækkar vexti. Það hefur áhrif á heimilin og fyrirtækin. Óverðtryggð  lán eru nú orðin miklu almennari en áður og því munu vaxtahækkanir að lokum skila sér í því að það herðir að. Rétt eins og tilgangur aðhalds Seðlabankans er.

Og ekki nóg með þetta. Seðlabankinn boðar áframhaldandi og frekari vaxtahækkanir. Minnast menn nú nokkuð yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir fáeinum mánuðum um að við værum komin inn í fasa vaxtalækkana? - Þetta væri allt saman að lagastÞað var þá enn eitt dæmið um firringuna.

Á sama tíma lækkar gengi krónunnar. Þvert ofan í það sem stjórnvöld og efnahagsstofnanir fullyrtu. Það gerist þrátt fyrir góða makrílvertíð, búbót í formi loðnuvertíðar, metfjölda erlendra ferðamanna í vetrarferðamennsku og ýmislegt annað sem hagstætt er í ytra umhverfi þjóðarbúsins.

Og þá er enn gripið til þess sama. Friðþægingartalið veður upp úr ráðherrunum. Þetta mun allt lagast.

En þetta er bara ekkert að lagast. Við erum föst í verðbólgu, hækkandi vöxtum og lágu gengi. Og sú hætta er orðin mjög raunveruleg að framundan geti orðið erfiðir tímar á vinnumarkaði, vegna óstjórnarinnar í efnahagsmálunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband