Beðið eftir Godot? - Nei. Beðið eftir kröfuhöfunum

Nú er það boðað af Framsóknarflokknum að skuldavanda heimilanna megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í  eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Einfaldlega vegna þess að það veit enginn.

9209725-debt-or-debts-concept-with-eraser-showing-finance-or-financial-business-problem-concept Tillögurnar um að nýta samninga við kröfuhafa fyrir heimilin í landinu, er eins og aðferð ríkisstjórnarinnar síðustu fjögur árin gagnvart skuldugum heimilum. Bið og enginn veit hve löng hún verður.


Þetta er mjög ábyrgðarlaust. Fjölmörg heimili  í landinu eru í þvílíkum nauðum, að það er óhugsandi að þau bíði. Þá verða hér fjölda gjaldþrot einstaklinga og fjölskyldna í landinu. Menn lifa ekki af óljósum fyrirheitum. Menn fá engin grið frá lánadrottnum, út á samninga sem enginn veit hvort eitthvað leiði af sér fyrir heimilin. Enginn veit hvenær slíkra úrlausna gæti verið von, ef til kæmi. Enginn veit hverjar upphæðirnar yrðu.

Getur það eiginlega verið að skuldug heimilin í landinu eigi ennþá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eittt ár, ef til vill tvö ár, kannski lengur, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. út á það ganga einmitt tillögur Framsóknarflokksins. Það er forsendan í rauninni fyrir þessum tillögum. Bíða og sjá hvað upp úr pottinum kemur; hvenær sem það verður. Og í því felst einmit hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu.

Þeir sem boða þessa leið sem hina einu fyrir skuldug heimili, eru í rauninni að segja þeim að þannig verði það. Bið.

Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins gengur út á allt annað. Við höfum sýnt fram á að ef heimili skuldi 20 milljónir og sé með meðaltekjur, þá muni skuldirnar á skömmum tíma lækka um 20 prósent. Það er nær jafngildi þess sem menn hafa kallað forsendubrest. Það er að létta af mönnum þær ósanngjörnu verðbætur sem hafa safnast upp vegna verðbólgunnar.

Við höfum síðan sagt, að ef eitthvað svigrúm skapist með samningum við erlenda kröfuhafa þá sé sjálfsagt að nýta þá fjármuni einnig til hagsbóta fyrir heimilin í landinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband