Seðlabankinn fellir áfellisdóm yfir ríkisstjórninni

Peningastefnunefnd Seðlabankans felldi harðan áfellisdóm yfir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar í dag. Sú dapra staðreynd að stýrivextir eru einungis lækkaðir um 1% á rætur sínar að rekja til þess að ríkisstjórnin hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu; er ekki vanda sínum vaxinn og með fumi sínu og aðgerðarleysi orðin þess valdandi að kjarasmningar eru komnir í uppnám.

Fyrir mánuði gaf peningarstefnunefndin fyrirheit um umtalsverða vaxtalækkun. Það var þó háð þeim skiyrðum að ríkisstjórnin ynni vinnuna sína. Það hefur hún ekki ekki gert. Þess vegna eru vextirnir ennþá á kyrkingarstiginu og eru smám saman að murka lífið úr atvinnufyrirtækjunum og heimilunum.

Nefndin skrifaði í rökstuðningi sínum fyrir mánuði eftirfarandi: "Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni."

Skilyrði nefndarinnar eru sem sé þessi: Aðgerðir í ríkisfjármálum líti dagsins ljós, efnahagsáætlun hafi verið hrint í framkvæmd, skapast hefði tiltrú á gengið. Þetta hefur ekki gengið eftir, ekkert einasta atriði. Gengið hefur fallið, ekkert sést til ríkisfjármálaaðgerða, ef undan eru skildar hækkanir á brennivíni, tóbaki og eldsneyti og efnahagsáætlanir eru hvergi sjáanlegar á sjóndeildarhringnum.

Þess vegna hefur Seðlabankinn sagt skoðun sína. Ríkisstjórnin situr uppi með ábyrgðina. Hún hefur brugðist; hún hefur brugðist þessi vanhæfa ríkisstjórn. Ríkisstjórnin er að verða helsta efnahagsmeinsemdin.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband