Ég um mig, frá mér, til mín......

Steingrímur J.Oft er sagt að við stjórnmálamenn séum sjálfhverfir í meira lagi og er sjálfsagt sitthvað til í því. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu við lokaafgreiðslu Icesavemálsins þann 30. desember sl. Til upplýsingar skal það nefnt að atkvæðaskýring getur að hámarki staðið í eina mínútu. Í þessari atkvæðaskýringu tókst honum að nefna sjálfan sig í ein 15 skipti, sem er svo út sé reiknað, svona á fjögurra sekúnda fresti !

Hér á eftir fer atkvæðaskýring ráðherrans í heild sinni:

Frú forseti.

Ég greiði þessu frumvarpi atkvæði og ég mæli með því að það verði samþykkt vegna þess að það er bjargföst sannfæring mín að það sé betri kostur fyrir Ísland og það firri meira tjóni en að gera það ekki. Í krafti þessarar sannfæringar minnar greiði ég atkvæði með góðri samvisku þótt ég viðurkenni um leið að því fylgir þung ábyrgð. Undan þeirri ábyrgð víkst ég ekki. Ég hef ekki eytt tæpum 27 árum ævi minnar hér til að víkjast undan ábyrgð eða flýja það (Gripið fram í: Snýst ekki um þig.) að taka erfiðar ákvarðanir þegar þær eru óumflýjanlegar. Ég hef engan mann beðið og mun engan mann biðja að taka neitt af mínum herðum í þessum efnum. Ég trúi því (Gripið fram í.) að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt, að endurreisn Íslands, sjálfstæðs og velmegandi í samfélagi þjóðanna, muni verða sönnunin. Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að svo verði (Forseti hringir.) meðan lífsandinn höktir í nösum mér og ég má vinna Íslandi nokkurt gagn. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.)




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband