Áfall fyrir lýðræðisríkið Ísland

 

Ógilding Hæstaréttar á kosningunum til Stjórnlagaþings er ekkert minna en meiriháttar áfall fyrir lýðræðisríkið Ísland. Það þarf gríðarlega mikið til að slíkar kosningar séu ógiltar. Hæstiréttur tiltekur amk. sjö atriði sem aflaga fóru. Meira að segja  það grundvallaratriði að kosningarnar voru ekki einu sinni leynilegar.

Er hægt að lúta öllu lægra þegar kemur að kosningum. Þetta er auðvitað stórmál, áfellisdómur og hrein hneisa.

Þess vegna er það grafalvarlegt að ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki skilja um hvað málið snýst.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kemur til þings og í Kastljós og á eitt erindi; að gera lítið úr málinu. Æðsti dómstóll úrskurðar að almennar kosningar hér á landi séu ekki gildar og ráðherra dómsmála  yptir öxlum. Viðbrögð hans eru hneyksli og til þess fallnar að draga úr tiltrú á dómstóla.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti Alþingi  í dag munnlega skýrslu um málið, en skildi hvorki upp né niður í neinu. Hún hafði greinilega hvorki þrek né burði til þess að tala um efnisatriði málsins en fór í gamalkunnan gír skítkasts og orðaleppa.

Svona talar bara lafhrædd manneskja sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það var lítill forsætisráðherrabragur yfir þessum reynda stjórnmálamanni í ræðustól Alþingis í dag.

En þessir ráðherrar telja sig enga ábyrð bera. Það kemur alls ekki á óvart. Ábyrgðarlaust fólk finnur auðvitað ekki til ábyrgðar.

Kjarni málsins er þessi: Almennar kosningar á Íslandi hafa verið dæmdar ógildar. Slíkt er einsdæmi. Hingað til höfum við almennt treyst framkvæmd kosninga og lagaumgjörð þeirra. Þetta makalausa klúður mun vekja upp réttmæta tortryggni. Það er skelfilegt að svo sé komið málum.

Og svo hitt. Það er ekkert Stjórnlagaþing á Íslandi - bara lög um Stjórnlagaþing en engir stjórnlagaþingsfulltrúar. Bara  fórnarlömb klúðursins, dæmalauss klúðurs. Fólkið sem fékk afhent kjörbréf til staðfestingar á því að hafa hlotið kjör, getur lagt þau til hliðar.  Kjörbréfin  eru frá þessari stundu bara safngripir.

Og allt er þetta á ábyrgð stjórnvalda, hvað sem líður lafhræddum ráðherrum og ráðherrum sem yppta öxlum sínum kæruleysislega þegar almennar kosningar hfa verið ógiltar af æðsta dómstól landins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband