Hatrið er verst

 

Loft er ekki bara lævi blandað á Alþingi. Verst er að verða vitni að hatrinu og heiftinni sem kom svo dapurlega fram í ræðum einstakra þingmanna sem mæltu gegn tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Eitt er það að þingmenn takist á af hörku. Það fylgir stjórnmálunum áátakatímum. En þetta var allt annað og eitrar andrúmsloftið á þinginu og þar með í samfélaginu. Þetta er mikið áhyggju og umhugsunarefni.

Alþingi 

Því er haldið fram að með tillögunni sé Alþingi að hlutast til um dómsmál með óeðlilegum hætt og vanvirða þrískiptingu ríkisvaldsins. Þetta er mikill misskilningur. Það hefði hins verið staðan ef Alþingi hefði reynt að grípa inn í dómsmál sem háð hefði verið á vettvangi hinna hefðbundnu dómstóla. Í slíkum málum hefði Alþingi átt neina aðild. Ekki farið með ákæruvaldið.

Í landsdómsmálum eru þessu öfugt farið. Þar fer Alþingi með ákæruvaldið. Um það er ekki ágreiningur. Um Landsdóminn gilda sérstök lög og þar sem þeim sleppir gildir önnur réttarfarslöggjöf.

Það er grundvallaratriði í slíkri löggjöf – og þar með einn af hornsteinum réttarríksins – að ákæruvaldið getur hvenær sem er fallið frá ákvörðun um ákæru. Alveg fram að því að dómur er kveðinn upp. Engum hefur nokkru sinni dottið það í hug hér á landi að svipta sakborning þeim rétti að fallið sé frá ákæru, standi til þess efnisleg rök. Þau rök eru til staðar, eins og við þingmenn margir röktum í umræðunum og er einnig að finna í þingsályktunartillögunni

Dettur þá einhverjum í hug að slíkur réttur sé ekki til staðar þegar kemur að Landsdómi? Heldur því einhver fram að ráðherrar einir séu sviptir slíkum rétti, en það eru þeir sem senda má fyrir Landsdóm, ef Alþingi samþykkir. Auðvitað ekki, eins og Bjarni Benediktsson vakti athygli á í ræðu á Alþingi um þessi mál. Auðvitað er slíkur réttur fyrir hendi, eins og fjölmargir fræðimenn og lögmenn hafa bent á

Og það er á forræði Alþingis að beina því til saksóknara Alþingis að afturkalla ákæruna standi til þess forsendur, eins og er í þessu máli. Ákæruvaldið, Alþingi verður því að hafa atbeina að málinu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur og skylda Alþingis. Það er því ótrúlegt að mæta svo harðneskjulegum mótmælum þingmanna gagnvart því sem blasir við að lögum að gera beri. En þetta verður þó þrátt fyrir skiljanlegra þegar maður upplifir þá miklu heift og hatur sem skein út úr málflutningi einstakra þingmanna, þegar þeir andmæltu þingsályktunartillögunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband