Hin nýja „verkalýðsbarátta“ – baráttan gegn verkalýðshreyfingunni !

 

Maður hefði þurft að láta segja sér það þrim sinnum að ríkisstjórn, sem í senn kenndi sig við norræna velferð og segðist vera fyrsta hreina og tæra vinstri stjórnin,  legði í sérstakt stríð við verkalýðshreyfinguna, eins og núverandi ríkisstjórn hefur sannarlega gert. Og stríðið heldur áfram, eins og glögglega kom fram í orðaskiptum okkar Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í gær.

ASI

Verkalýðshreyfingin kvartar undan svikum ríkisstjórnarflokkanna. Það má lesa HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ákváðu að segja ekki upp kjarasamningum þrátt fyrir svik ríkisstjórnarinnar. Þeir segja vinnuveitendur hafa staðið við sitt, en ríkisstjórnin svíkja sinn hlut. Forystumenn ríkisstjórnarinnar láta líkt og það komi þeim ekki við.

Ríkisstjórnin hefur  búið til nýja tegund af hugtakinu verkalýðsbarátta. Hin nýja verkalýðsbarátta – sú sem ríkisstjórnin heyr – er ekki barátta í þágu verkalýðs, heldur einbeitt barátta við verkalýðshreyfinguna, gegn henni og gegn hagsmunum félagsmanna hennar.

Á þetta benti ég í ræðum mínum í gær, sem sjá má HÉR og HÉR. En Jóhanna Sigurðardóttir fór sína hefðbundnu leið. Barði höfði sínu við steininn og talaði eins og veraklýðshreyfingin skildi hvorki eitt né neitt og færi með tóma vitleysu.

Þetta heitir á góðri íslensku að tala niður til fólks. Forsætisráðherra talar niður til verkalýðshreyfingarinnar. Hennar málflutningur er sá að verkalýðshreyfingin sé úti að aka. Viti ekki hvað hún sé að segja. Bulli bara og rugli. Þess vegna eyddi ráðherrann ræðu sinni í að setja ofan í við verkalýðshreyfinguna.

En það er ekki verkalýðshreyfingin sem misskilur. Það er ríkisstjórnin sem er skilningsvana. Hún lifir í fílabeinsturni, meðtekur ekki skilaboð samfélagsins, býr í  sínum þrönga hugarheimi og kýs það helst að koma í veg fyrir að mál fari á dagskrá samfélagsumræðunnar, sem eru þeim ekki þóknanleg.

Það er af sem áður var. Vinstri flokkarnir kölluðu sig hér fyrr meir verkalýðsflokka. Forystumenn þeirra mættu í 1. maí göngur með „félögunum“.  Ríkisstjórnarflokkarnir  hegða sér allt öðruvísi. Þeirra verkalýðsbarátta er baráttan gegn verkalýðshreyfingunni.

PS

Það er mjög að vonum að ríkisstjórnin hafi nú séð sitt óvænna og ráðið sér eins konar pólitískan lýtalækni til þess að hressa upp á útlit sitt. Það sem koma skal má sjá HÉR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband