Ábendingar sem eiga brýnt erindi við okkur

  

 

Rangar aðferðir við fiskveiðistjórnun í heiminum  kosta 50 milljarða dollara, eða 6.250 milljarða króna á ári, samkvæmt úttekt Alþjóðabankans. Áhrifaríkasta leiðin til þess að fást við þetta vandamál er að koma á laggirnar fiskveiðistjórnarkerfi, þar sem skilgreindur er fiskveiðiréttur til lengri tíma. Í þróuðum atvinnu fiskveiðum svo sem á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Nýja Sjálandi er um að ræða slíkt fyrirkomulag, með framseljanlegum einstaklingsbundnum fiskveiðiheimildum, kvótum  í formi fiskveiðihlutdeilda.

Íslenska umhverfismerkið

 

 

 Á þetta er bent í leiðara í nýjasta tölublaði hins virta breska fréttatíamrits, The Economist.

 Umfjöllunarefni blaðsins á fullt erindi við okkur. Ekki síst á þessum tímum. Nú er unnið að undirbúningi nýrrar fiskveiðilöggjafar og ætlunin að leggja fram frumvarp þar að lútandi á næstu vikum.

 Við sáum afraksturinn af síðustu tilraun ríkisstjórnarinnar í hinu alræmda fiskveiðifrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Að undirbúningi þess komu hvorki meira né minna fjórir ráðherrar og sex þingmenn stjórnarflokkanna. Alls 10 þingmenn úr stjórnarflokkunum.  Þegar þeir höfðu allir lagt saman þá birtist frumvarp sem enginn vill lengur bera ábyrgð á og ekki skrýtið.

Utanríkisráðherra líkti því frumvarpi við umferðarslýs og nánast hver einasti umsagnaraðili sem um málið fjallaði, gaf því falleinkunn. Það var sagt draga úr hagkvæmni, minnka tekjur starfsfólks til sjós og lands, veikja sveitarfélög, lækka tekjur ríkissjóðs, takmarka nýliðun, auka samþjöppun og þannig mætti áfram telja.

 Vonandi hafa menn lært eitthvað af þessum ósköpum.

 Okkur ber auðvitað skylda til þess að nýta sjávaraflann með hagkvæmni að leiðarljósi. Fiskistofnar okkar verða ekki verðmæt auðlind nema það sé gert. Það er á þetta sem hið virta tímarit, The Economist er að benda á í umfjöllun sinni.

 Blaðið bendir síðan á að rannsóknir hafi sýnt að sjávarútvegur , sem byggist á skilgreindum fiskveiðirétti, sé jafnan heilbrigðari en  þar sem annars konar fyrirkomulag er viðhaft.

 Það er ágætt fyrir okkur að ræða sjávarútvegsmál í almennara og víðtækara samhengi en okkur er tamt.  Skynsamleg nýting fiskveiðiauðlindarinnnar er mun ráða miklu um lífsafkomu okkar sem þjóðar og um leið að stuðla að því að sinna vaxandi fæðuþörf mannkyns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband