Er sá franski fífl og lygari?

AlainLipietzÞað kemur á óvart hve stjórnarliðar mæta allri gagnrýni á Icesavsamninginn sinn af mikilli forherðingu, óöryggi og ósvífni. Það bendir ótvírætt til að þeir séu ekki alltof öruggir með sig; hvorki með stöðu sína í Icesavemálinu né heldur með málið yfirleitt. Óöryggi þeirra birtist í hvatskeytislegum svörum við gagnrýni. Og breytir þá engu hvaðan hún kemur.

Ofsafengin viðbrögð við umdeildri ákvörðun forseta Íslands eru auðvitað glöggt dæmi um þetta og nú hefur annað dæmi bæst við.

Vinstri grænn þingmaður af Evrópuþinginu, Frakkinn Alain Lipietz, tók málstað okkar Íslendinga og sagði kröfur Hollendinga og Breta byggðar á sandi. Þingmaðurinn róttæki fékk góðar undirtektir við þessi sjónarmið; nema auðvitað frá stjórnarliðum hér á landi. Þeir brugðust ekki sínum vonda málstað frekar en fyrri daginn og notuðu þekkta baráttutækni sína. Réðust á þingmanninn sjálfan og sökuðu hann um vanþekkingu og lygar. Freistuðu þess sem sagt að gera hann ótrúverðugan.

Honum var brugðið um þekkingarskort, hann var sagður skrökva til um aðkomu sinni að lagasetningu á evrópska þinginu. Hann væri sem sagt ósannindamaður, lygari.Og svo langt var gengið að því var haldið fram af talsmönnum stjórnarliðsins að sá franski hefði ekki einu sinni gert sér grein fyrir að Ísland væri aðili að EES !

Þetta er ótrúleg ósvífini og sýnir hversu langt menn seilast í ófrægingarherferðum sínum. Það hefði allt eins mátt segja að sá vinstri græni frá Frakklandi væri algjört fífl, eins og að halda því fram að hann tjáði sig um stórpólitísk mál hér á landi, sem snertir tilskipanir ESB, án þess að vita að Ísland væri aðili að EES samningnum.

En þetta sýnir auðvitað hversu langt menn seilast í vandræðum sínum og forherðingu. Þessi blanda, forherðing, ósvífni og óöryggi, er ekki gott veganesi í stjórnmálaumræðu, en eykur samt skilning á bágri stöðu varnarliðs Icesavesamningsins hér á landi.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband