Alls staðar þvælast þeir fyrir

Húsnæði í höfuðborginniMerkilegt er hve ríkisstjórninni er lagið að láta til sín taka þar sem síst skyldi, skapa vandamál þar sem þau eru ekki fyrir og auka vandann þar sem hann er til staðar.

Það er þannig alveg ljóst að verðlag myndi hafa lækkað mun hraðar ef ríkisstjórnin legði ekki illt eitt til inn í þá þróun. Nýjar fréttir af þróun verðlagsins eru á margan hátt uppörvandi, en skuggahliðar þeirrar þróunar eiga allar rætur að rekja til verka ríkisstjórnarinnar.

Sú verðlækkun sem varð á milli mánaða skýrist af tvennu. Árvissum vetrarútsölum sem stuðla að lægra verðlagi. Þetta er hefðbundið og kallar ekki á sérstakar skýringar. Hin ástæðan er endalaus lækkun verðlags á húsnæði, sem endurspeglar eignarýrnun hjá almenningi. Allir sem til þekkja, vita að þar á ríkisstjórnin mikinn hlut að máli, með þeirri helfrystingarstefnu sem hún hefur fylgt og sem nú stappar nærri alkuli á ýmsum mörkuðum okkar hér innanlands.

Athygli vekur að verðlag hefur hækkað á ýmsum sviðum. Matur hefur hækkað í verði, drykkjarvörur verða æ dýrari, áfengi og tóbak, eldsneyti á bíla og vinnuvélar og síðan húshitunarkosstnaður og heimilisrafmagn, sem og orkan til atvinnulífsins. Allt þetta er orðið dýrara en á síðasta ári.

Ástæðan er ein. Ríkið hækkaði skatta sem birtast nú þessum verðhækkunum. Almenningur - sá hinn sami og sér eignir sínar rýrna - borgar brúsann af ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar.

Þannig þvælist ríkisstjórnin fyrir, hækkar beinlínsins verðlagið, rýrir þannig lífskjör með beinum hætti og stuðlar síðan að hækkandi lánum og fjármagnskostnaði með því að verðtryggðu lánin hækka.

Þetta kallast norrænt velferðarmódel og manni er sagt að þeir hafi í miklum hávegum á fundum Samfylkingar og VG.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband