Samstaða, já sjálfsagt mál - en um hvað?

icesaveNiðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave- samninginn er krafa um eindrægni. Þjóðin hafnar þeim úrtölum sem ríkisstjórnin hefur alltaf verið með á vörunum þegar kemur að því að verja þjóðarhagsmuni. Enda er svo komið að einungis brotabrot þjóðarinnar treystir því afdráttarlaust að ríkisstjórnin gæti þjóðarhagsmuna.

Málaleitan um nýja samninga verða þess vegna að hafa einn efnislegan útgangspunkt. Að tryggja íslenska hagsmuni.  Hér er annars vegar  vísað til þess að lækka þarf  samningsskuldbindinguna  svo um munar frá samningnum sem  þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna samþykktu nú fyrir áramótin.  Á hinn bóginn þarf með lagalegum tryggingum að færa   þá áhættu af herðum okkar, sem óþurftarsamningur Samfylkingar og VG fól í sér og sem þjóðin hefur hafnað.

Það er einfaldlega rangt sem ríkisstjórnarliðar héldu fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar að í höfn hafi verið svo óskaplega góð niðurstaða í samningum við Hollendinga og Breta. Satt var það. Bretar og Hollendingar ákváðu að falla frá ákvæði sem hefði fært þeim  um 100 milljarða í vaxtaálag, sem tryggði þeim stórgróða á  samningunum við okkur. Fleira var það nú ekki, eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á í  kröftugri ræðu á Alþingi í gær.   

Ríkisstjórnin og þingmenn hennar verða að skilja að þjóðaratkvæðagreiðslan setti málið í alveg nýja stöðu. Það þýðir ekkert að láta eins og ekkert hafi gerst. Þjóðin talaði, hún hafnaði undalátssemi  Samfylkingar og VG við Breta og Hollendinga. Hún krefst niðurstöðu sem tryggir þjóðarhagsmuni okkar. En vandinn er bara sá að fyrir liggur nú að þjóðin treystir ekki ríkisstjórninni til þess að gæta þessara hagsmuna.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband