Með kápuna á báðum öxlum

Hlýlegur jakki sem fer vel á báðum öxlum„Svarið er afdráttarlaust játandi. Það er stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja síðan niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar.“ Þannig svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra spurningu minni á Alþingi í gær, er ég innti hann eftir því hvort ríkisstjórnin væri samstíga þegar kæmi að aðildarumsókninni um ESB.

Svarið er þá eins skýrt og það getur verið. Ríkisstjórnin gengur í takti, er einhuga, þegar rætt er um ESB aðildina.

Gott er að fá þetta skýrt fram. Skilja hefur mátt einstaka stjórnarliða og jafnvel ráðherra svo að um þetta mál væri ágreiningur í ríkisstjórninni. Nú vitum við að svo er ekki.

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra getur nú hætt að bera kápu sína á báðum öxlum í ESB málum. Hann derrir sig í fjölmiðlum gegn ESB aðildinni. Í ríkisstjórninni fylgir hann taktföstu göngulagi því sem notað er í marsinum til Brussel.

Utanríkisráðherrann kvartar ekki undan göngulagi stallbróður síns í ríkisstjórninni. Þar fer ekkert á milli mála. Þeir eru þar algjörlega samstíga þegar kemur að því að vinna að ESB umsókninni. Rétt eins og aðrir ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar í VG og Samfylkingu




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband