Fólkið frá Marz

MarsMenn velta fyrir sér skýringum á hraklegri stöðu ríkisstjórnarflokkanna í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í dag. Sú skýring sem blasir við er auðvitað að ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar eru líkt og stödd í allt öðru sólkerfi í málflutningi sínum.

Forsætisráðherrann lýsir því yfir að nú sé búið að gera allt sem gera þurfi fyrir heimilin í landinu, með nýju frumvarpi félagsmálaráðherra. Sem vel að merkja, fáir vita hvað hefur nákvæmlega í för með sér. Þetta er ekki ýkja mikil vísbending um að ráðherrann átti sig á stöðu fjölskyldnanna í landinu.  Sú var tíðin að ráðherrann var í bærilegu jarðsambandi  við fólkið í landinu. Það er bersýnilega ekki lengur.

Svo koma þeir hver á fætur öðrum ráðherrarnir og láta eins og allt sé í himnalagi í atvinnumálunum á sama tíma og störfum fækkar, atvinnuleysi eykst, fyrirtækin hanga á horriminni  og stjórnvöld þvælast fyrir allri uppbyggingu.

Ríkisstjórn sem eru svona algjörlega úti á þekju og ráðherrar og þingmenn hennar sem tala eins og þeir séu staddir á reikistjórninni Marz en ekki á Móður Jörð, eru ekki í miklu sambandi við þjóðina. Ætli það hafi ekki eitthvað að segja um álit þjóðarinnar á ríkisstjórninni og flokkum hennar?




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband