Tók enginn eftir þessu?

Dælir peningumÞegar skýrsla Rannsókanrnefndarinnar er lesin virðist blasa við að þegar fjárfestahóparnir keyptu bankana hafi þeir ekki haft það að augnamiði að reka banka. Þeir voru bara að "kaupa" sér aðgang að skotsilfri til eigin athafna, eins og hér var vakin athygli á fyrr. Þetta er þeim mun hörmulegra vegna þess að í bönkunum var mjög margt gott fólk, sem vildi vinna og vann af samviskusemi að starfi sínu; að reka banka. Það er ekki við það fólk að sakast.

Bankarnir breyttust úr venjulegum fjármálastofnunum í dælustöð fyrir eigendurna. Fjármunum var pumpað út til eigendanna og skyldra aðila í viðskiptalífinu.

Á bakvið milljarða lánin virðast hafa verið hæpnar veðtryggingar og sem urðu svo enn verri við hrunið og glötuðust í mörgum tilfellum. Eins og ég fjallaði um í ræðu minni sl. þriðjudag á Alþingi er meginniðurstaða skýrslu Rannsóknarnefndarinnar að í stærð bankanna og þessum vafasömu gjörningum hafi fall bankanna verið falið.

Spurningin sem vaknar er auðvitað þessi. Hvernig stóð á því að þeir sem áttu að fylgjast með þessu hringdu ekki viðvörunarbjöllum, sem hægt væri að bregðast við? Gat þetta hafa farið framhjá Fjármálaefltirlitinu? Fámenni eða fjársvelti getur ekki skýrt að þetta hafi ekki vakið athygli þeirra sem höfðu aðgang að bókum bankanna. Vakti það ekki endurskoðendur til umhugsunar að sömu grúppurnar voru kannski með lán sem svaraði öllum eiginfjárgrunni einstakra banka, eins og var í tilviki Baugs og litla bróður hans, honum Fons, í Glitni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband