Þegar trúnaðartraustið er horfið

Trúnaður þverrRíkisstjórnir vinna ekki bara eftir stjórnarsáttmálum. Þær byggja á trúnaðartrausti. Þegar það þverr, sverfur að lífi ríkisstjórna. Þær geta í sjálfu sér tórt, en aflið til nauðsynlegra átaka hverfur. Núverandi ríkisstjórn er einmitt þannig. Hún tórir, en getur fátt. Þetta er í sjálfu sér ekki nýt, en nú hrannast ný verksummerki upp.

Eitt erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar kom upp í kjölfar bílalánadómsins á dögunum. Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra tjáði sig þar með tilteknum hætti, varaði við því þau lán yrðu reiknuð með hinum lágu samningsvöxtum; og uppskar mikið reiðiöskur úr þjóðfélaginu. Engum duldist að ráðherrann naut stuðnings Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

En hvað gerðist þá? Upp reis Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, einmitt þegar verst stóð á hjá ríkisstjórninni, skrifaði grein í Fréttablaðið og lýsti þar gagnstæðum sjónarmiðum. Sló sig til riddara á kostnað starfsbróður síns í ríkisstjórninni og fór í formann samstarfsflokksins með lítt dulbúnum hætti.

Málið varðandi Magma fyrirtækið er af sama toga. Þar kristallast gríðarleg átök innan ríkisstjórnarinnar. Meira að segja Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, sem hingað til hefur kysst á alla vendi samstarfsflokksins í stóriðjumálum, er farin að hvæsa í átt að stallsystur sinni, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, sem hefur hins vegar beitt sér af hörku í opinberri umræðu um þessi mál gegn Samfylkinguni.

Það er öllum ljóst að hér er verið að takast á um grundvallaratriði. Það blasir líka við hverjum manni að ríkisstjórnin hefur haft allan tíma í heimi til þess að láta þau mál þróast öðruvísi en þau gerðu; hefðu menn á þeim bæ kært sig um. En það er einmitt kjarni málsins. Það var ekki gert.

Niðurstaðan nístir merg og bein flokksmanna VG. Þess vegna verða ráðherrar flokksins að láta sem þeir fýli grön. Í þessum málum, eins og svo mörgum, hafa flokksbroddar VG í ríkisstjórnnni fjarlægst grasrótina og uppskera nú mikla reiði. Það er ástæða þess að menn sýna svona mikla hörku að þessu sinni

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband