Er skákin íţrótt eđa list?

Fyrsti leikurinnHvort er skákin íţrótt eđa list? Viđ tölum um skákíţrótt en einnig um skáklistina. Svariđ er ţess vegna ţetta: skákin er hvoru tveggja; list og íţrótt. Skákin er keppni ţar etja menn kappi. Hún byggir á gríđarlegri ţjálfun, úthaldi og einbeitni. Hún er sannarlega hugaríţrótt og ţví íţrótt í ţeim skilningi. En hún hefur einnig öll einkenni listarinnar, einbeitning, hćfileiki, ađ sjá yfir sviđiđ, rökhyggja í bland viđ frjóa hugsun. Ţannig er hún list hugans.

Ţegar ég fékk ţađ hlutverk ađ setja Óttósmótiđ í Snćfellsbć sl. laugardag, á 51 árs afmćlisdaginn minn, var ég upptekinn viđ ţessar hugsanir. Eftir ađ hafa ávarpađ mótsgesti og keppendur var mér faliđ ađ leika fyrsta leiknum, fyrir stórmeistarann Helga Ólafsson og ţar međ hófst mótiđ.

Skáklistin stendur međ miklum blóma í Snćfellsbć. Menn koma saman vikulega til ađ tefla og ţar er harđsnúin skáksveit. Ţađ er dálítiđ merkilegt ađ skák virđist oft vinsćl í sjávarútvegsplássunum. Heima hjá mér í Bolungarvík var til dćmis mikiđ skáklíf og ţeir höfđu ţađ einmitt á orđi viđ margir skákmennirnir sem mćttir voru í Félagsheimiliđ í Ólafsvík. Ég velti vöngum yfir ţessu í ávarpinu. Ţađ var tilvaliđ ađ tefla í landlegum. Sjómenn hittu viđ skákborđiđ félaga sína og ađra íbúa byggđar sinnar. Ţarna var ţví kjörinn vettvangur.

Ég veit ţađ af reynslu ađ ţađ er ekki áhlaupsverk ađ efna til annars eins viđburđar og Ottósmótiđ í skák er. Tryggvi L. Óttarsson fer ţar fyrir harđsnúnum hópi sem skipuleggur mótiđ og stendur fyrir höfđinglegum móttökum. Ţarna voru ríflega 80 skákmenn mćttir til leiks á öllum aldri. Ungir og áhugasamir skákmenn fá tćkifćri til ţess ađ tefla viđ harđsnúna jaxla og stórmeistara og breiddin er ţví mikil. Skákin virđir heldur engin landamćri af nokkru tagi. Viđ skákborđ mćtast menn af öllum landshornum, fólk sem starfar í fjölmörgum starfsstéttum og á öllum aldri. Ţess vegna er skákin svo einstök íţrótt - og list.

Ţađ er sérstaklega gaman ađ sjá hversu skákin er ađ ryđja sér til rúms sem vettvangur fólks sem iđkar íţróttina af bestu list (og kannski lyst líka) Ţađ hefur í rauninni orđiđ vakning. Ţar eiga margir hlut ađ máli. Áhugamenn á borđ viđ ţá Snćfellingana sem standa fyrir skákstarfsemi í byggđum sínum. Kröftugir hugsjónamenn fullir eldmóđi og ţar kemur nafn Hrafns Jökulssonar vitaskuld fyrst upp í hugann. Verk hans verđur til mjög margra fiska metiđ. Og svo eru ţađ skákmeistararnir sjálfir sem eru fyrirmyndir. Og leyfist mér ađ nefna sjálfan forseta Skáksambandsins hana Guđfríđi Lilju, sem ég átti ţví láni ađ fagna ađ vinna međ í ţinginu, en ţangađ stefnir hún nú ótrauđ til ţingsetu á vettvangi Vinstri Grćnna.

Ţetta var eftirminnilegur dagur. Gott upphaf á afmćlisdegi og gaman og heiđur ađ fá ađ setja mótiđ og leika fyrsta leikinn fyrir sjálfan stórmeistarann.




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband