Við kjósum alla í sama sætið!!

SamfylkinginÞetta er tíð prófkjörsbaráttunnar. Auglýsingar eru snar þáttur slíkrar baráttu og oftar en ekki sjáum við lista stuðningsmanna frambjóðenda á heilum síðum dagblaðanna. Kannski er það sumpart vegna forvitni og sumpart í bland við dálitla hégómagirnd að maður rennir augunum yfir listana. Hverjir styðja þennan nú þennan frambjóðanda og hverjir einhvern annan? Þekki ég einhvern á myndunum?

Í gærkveldi las ég Fréttablað dagsins og þar voru tvær heilsíðuauglýsingar frá jafnmörgum frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, Steinunni Valdísi á bls 3 og Helga Hjörvar á bls 9. Þau eiga það meðal annars sameiginlegt að sækjast bæði eftir 4. sæti - sumsé sama sæti - í prófkjörinu.

Í einni sjónhending renndi ég augunum yfir síðu Steinunnar og lagði því næst í síðu Helga Hjörvar. Aldurinn er sannarlega farinn að setja mark sitt á mig og því þótti mér ástæða til þess að lesa betur. Því skyndilega blasti við að ýmislegt sama fólkið lýsti yfir stuðningi við Helga Hjörvar á bls. 9 og hafði ljáð Steinunni Valdísi stuðnings sinn sex blaðsíðum fyrr; og það í sama sætið, fjórða sætið ! Ætli þetta verði ekki að teljast nokkuð afrek í staðfestu. Þarna kom ég auga á,  án nokkurrar vísindalegrar yfirlegu, gamlan og ákaflega viðkunnanlegan vinnufélaga minn af Vísi, Hallgrím H. Helgason og Aðalstein Helgason lektor við HR. Þeir lýstu yfir stuðningi við báða í sama sætið, fjórða sætið.

Og síðan sá ég heilar fjölskyldur birtast í einstökum auglýsingum; mínir ágætu sveitungar Grímur Atlason bæjarstjóri í heimabæ mínum og kona hans Helga Vala frambjóðandi  í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi var mætt á síðu Helga Hjörvar ásamt bróður sínum, fyrrnefndum Hallgrími. Og þar var líka mætt til leiks Soffía Vagnsdóttir frænka mín og forseti bæjarstjórnar í Bolugnarvík. Skilaboðin sumsé skýr; bolvískir samfylkingarmenn kjósa Helga Hjörvar.

Og svo eitt að lokum. Þarna var einnig mætt Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, frambjóðandi Frjálslyndra í borgarstjórnarkosningum, sem að sögn Morgunblaðsins var sérstakt leynivopn flokksins. Ætli hin nýja stefna Frjálsyndra í innflytjendamálum hafi hrakið hana úr þeim herbúðum?

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband