Afgerandi niðurstaða varðandi fiskveiðistjórnina

Vinnsla á þorskiÞessi leið sem varð ofan á, var borin saman við aðra kosti sem hafa verið nefndir í umræðunni. Jafn skjótt og samningaleiðin varð niðurstaðan, var öðrum leiðum, þ.m.t. fyrningarleiðinni í ýmsum útfærslum, hafnað. Það leiðir af eðli málsins, að um leið og ein leið er valin, eins og í þessu tilfelli, er verið að hafna öðrum. Mjög mikilvægt er að þetta verði lagt til grundvallar á komandi mánuðum.

Þannig kemst ég að orði í bókun sem ég gerði þegar nefnd sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnunarmál skilaði af sér áliti.

Stóru tíðindin eru auðvitað að mjög mikil og breið samstaða myndaðist um niðurstöðuna. Við sammæltumst langflest um að mæla með svo kallaðri samningaleið, sem felur í sér eftirfarandi, eins og orðrétt segir í áliti okkar:

Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun, aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl.

Bókun mína má lesa í heild með því að smella á HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband