Alltaf heyrum við sama eymdarvælið

2. ráðuneyti Jóhönnu SigurðardótturRíkisstjórninni er alls staðar mislagðar hendur. Þegar á það er bent, bregðast talsmenn hennar alltaf við með sams konar hætti. Með væli. Hvað er hann Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra búinn að skæla oft og mikið yfir örlögum sínum í fjölmiðlum eða úr ræðustóli Alþingis? Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir töluglöggt fólk að taka saman þær upplýsingar.

Samfylkingin og VG gengu saman í eina sæng 1. febrúar árið 2009, en höfðu staðið í leynimakki til undirbúnings ráðahagnum frá haustdögum ársins 2008. Sá tími er einfaldlega liðinn að ríkisstjórnin geti alltaf svarað fyrir mistök sín og verkleysi með því að vísa á efnahagshunið árið 2008.

Það gera sér allir grein fyrir afleiðingum þess hruns. En ríkisstjórnin getur engum kennt um nema sjálfri sér fyrir vandræðaganginn  sem einkennir allt hennar fas. Tveimur árum eftir efnahaghrunið verða ráðherrarnir að líta í eigin barm. þaðþýðir ekki endalaust að benda á aðra.

Glöggt dæmi er niðurstaða dómstóla vegna gengisbundnu lánanna. Um það mál hafði ríkt óvissa. Héraðsdómur á sínum tíma gaf til kynna hvers vænta mátti. Bæði Seðlabankinn og Viðskiptaráðuneytið létu vinna sérfræðiálit, sem sögðu að lánveitingarnar væru ólöglegar.  En sjálf svaf ríkisstjórnin sínum óréttláta svefni, gjörsamlega aðgerðar- og meðvitundarlaus.

Öllu var stungið undir stól. Og þó öllum væri ljóst að  afleiðingar dómsins yrðu miklar fyrir hag ríkisins, var ekkert gert til að undirbúa sig. Ríkisstjórnin var, eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á í grein í Morgunblaðinu sl. föstudag, algjörlega ber að fullkominni vanrækslu. Og svo dirfast stuðningsmenn hennar að rífa kjaft og verja þennan aumingjaskap.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband