Lýst er eftir stuðningsmönnum fjárlagafrumvarpsins í ríkisstjórn

Stuðningsmaður fjárlagafrumvarpsinsÞað er til marks um ruglandina í þjóðmálaumræðunni að það er talið til tíðinda að finna megi ráðherra sem styðji fjárlagafrumvarpið. Það má lesa um HÉR. Svandís Svavarsdóttir upplýsti það á Alþingi í morgun að hún ætlaði að ljá fjárlagafrumvarpinu stuðning sinn. Það varð tilefni til sérstakrar fréttar og fyrirsagnar í þessa veru.

En þá eru þeir eftir átta, ráðherrarnir sem ekki hafa sagt okkur frá afstöðu sinni til máls á málaskrá númer 1 á Alþingi, sem sagt fjárlagafrumvarpsins.

Atburðir síðustu daga gefa fullt tilefni til þess að auglýsa eftir þeim ráðherrum sérstaklega undir liðnum tapað fundið, sem styðja fjárlagafrumvarpið

Í þingræðisríkjum gilda afskaplega einfaldar reglur; óskrifaðar reglur, sem öllum þykja sjálfsagðar. Styðji ráðherra ekki fjárlagafrumvarpið, gerist annað tveggja. Ráðherrann segir af sér eða ríkisstjórnin víkur.

Hér er þessu orðið öðruvísi farið og það segir sína sögu

Ögmundur Jónasson þverneitaði að segja Alþingi frá því hvort hann styðji fjárlagafrumvarpið. Eitt og sér sýnir það auðvitað ótrúlegan hroka gagnvart Alþingi og í rauninni ættu þingmenn allra flokka að mótmæla svona vinnubrögðum ráðherrans; sjálfs mannréttindaráðherrans. En í þessu máli sem ævinlega sýndu flokksfélagar hans á Alþingi og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Samfylkingunni, að þeir meina ekkert með fagurgala sínum um að Alþingi eigi að sýna framkvæmdavaldinu vald sitt. Þeir þögðu og létu sem ekkert væri.

Orðskrúðið og mælgin sem vall af vörum stjórnarliða, þegar verið var að afgreiða þingsályktunartillöguna sem Atli Gíslason kallaði sjálfstæðisyfirlýsingu Alþingis, er greinilega innistæðulaust blaður. Hrokagikkir valdsins eru samir við sig.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband