Það er ekkert að marka þennan fagurgala

Nú rýkur forsætisráðherra allt í einu til og segist vilja samráð við stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingu og atvinnulífið um uppbyggingu á atvinnustarfsemi í landinu. Um það má lesa HÉR. Þetta gæti vitað á gott ef eitthvað væri að marka þennan fagurgala. En sporin hræða.

Ríkisstjórnin efndi til svona samráðs um einn mikilvægasta hluta atvinnuuupbyggingarinnar í landinu. Mótun stefnu um fiskveiðistjórnun. Þar komu að verki allir þingflokkar og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi. Undirritaður var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vinnan gekk svo vel að við náðum saman um skýra stefnumótun, sem lögð var fyrir ráðherrann sem skipaði okkur til verka.

En hvað hefur síðan gerst?

Fátt er að frétta, nema helst aðskiljanlegar meldingar um að sem minnst eigi að gera með vinnu okkar. Núna er málið komið í hendur stjórnarflokkanna. Þar hefur verið  til verka skipaður þingmaður sem síst er líklegur til þess stuðla að sáttum og vill tillögur endurskoðunarnefndarinnar feigar. Og ráðherrann lætur eins og engar tillögur liggi fyrir. Það mátti lesa út úr ræðu hans á þingi LÍÚ í síðustu viku

Hefur hann ekki lesið það sem fyrir hann er lagt? Er hann ef til vill búinn að gleyma því öllu; eða varla er hann að skrökva ?

Það er svona ómerkilegheita vinnubrögð sem vekja manni ekki upp miklar vonir um nýtt verklag þó forsætisráðherrann hafi yfir einhvern fagurgala. Dæmin um hráskinnaleikinn varðandi sjávarútvegsmálin eru í alltof fersku minni.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband