Ráðherrar væla undan skoðanakönnunum

Ráðherrarnir fóru í sinn hefðbundna vælutón þegar þeir tjáðu sig um nýju skoðanakönnunina frá Gallup. Um það má lesa HÉR og svo HÉR.  Þeir fylgja greinilega allir "ég-á-svo-bágt" línunni hans Steingríms J. Það er eina merkið um samstöðu sem orðið hefur hefur vart í ráðherrahópnum upp á síðkastið.

En hver voru tíðindin frá Gallup, sem örvaði svona tárakirtla ráðherranna? Í sem skemmstu máli þessi.

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka og fylgi flokksins hefur verið býsna stöðugt í könnunum upp á síðkastið. Flokkurinn mælist nú með 36% fylgi, sem er 50% aukning frá kosningum. Fylgi flokksins er samkvæmt könnuninni jafn mikið og fylgi VG og Samfylkingar samanlagt.

Samfylkingin er komin ofan í 18%. Var 30% í síðustu kosningum. Hefur sem sagt dalað um 40% frá því á vormánuðum 2009. Hinn stjórnarflokkurinn VG missir ekki eins mikið fylgi. Er þó kominn úr 22 i 18% fylgi. Jafn stór Samfylkingunni. Fylgi ríkisstjórnarinnar núna er um 30% sem er helmingi minna en þegar ríkisstjórnin var mynduð eftir síðustu alþingiskosningar í maí 2009. Hún tapar því að jafnaði 1,5% á mánuði !

Einu sinni var talað um tveggja turna stjórnmál og vísað til stöðu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Nýja skoðanakönnunin vísar til þess að turnarnir séu sannarlega tveir, fremur lágreistir og ræfilslegir, en nokkurn veginn jafn stórir; Samfylking og VG. Helmingi minni en Sjálfstæðisflokkurinn.

Framsóknarflokkurinn er með svipað fylgi og undanfarna mánuði um 12% og hefur tapað fylgi frá kosningum, en þá fékk flokkurinn um 15%. Athyglisvert er að þrátt fyrir almenna óánægju með stjórnmáliní landinu, hefur hin mikla Hreyfing fólksins, tapað fylgi frá kosningum og enn kalla kjósendur eftir annars konar breytingum.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband