Ríkisstjórnin er á skilorði

Niðurstaðan af þingflokksfundi Vinstri grænna í gær er mjög skýr. Ríkisstjórnin starfar á eins konar skilorði. Líf hennar veltur á því hvernig hún hegðar sér á næstunni. Fram hefur komið að fundarhöldum sé fráleitt lokið og að niðurstaðan varðandi stuðning við ríkisstjórnina fari eftir því hvað þær umræður leiði í ljós. Enn er sami ágreiningurinn um málefni, svo sem grundvallarmál á borð við sjálfa efnhagsstefnuna og ESB.

Fram kom svo í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi einu sinni verið hægt að afgreiða tillögu um stuðning við ríkisstjórnina á þingflokksfundinum í gær.

Auðvitað sætir það stór tíðindum að í stjórnarflokki þurfi að bera upp tillögu um stuðning við ríkisstjórnina, sem flokkurinn á aðild að. Það gefur til kynna að óvissa sé um afstöðu þingflokksins til stjórnarsamstarfsins. Slíkt er í sjálfu sér stórfrétt.

Hitt er ennþá athyglisverða að málið var hins vegar ekki afgreitt. Það  var ekki talið tímabært fyrr en línur hefði skýrst um afstöðu flokksins til þýðingarmikilla mála. Með öðrum orðum. Að óbreyttu var ekki hægt að kreista fram stuðning stjórnarflokksins VG við ríkisstjórnina. Að minnsta  kosti ekki með öllum atkvæðum.

Þannig er ennþá allt í hers höndum. Að sinni hefur ríkisstjórnin fengið eins konar skilorðlausn, en ekkert má út af bregða svo hún þurfi ekki að taka út harðari refsingu. Til þess að sleppa við hana þarf hún að uppfylla tiltekin skilyrði sem þremenningarnir setja henni.  Sagan heldur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband