Landsbyggðin glatar tækifærum sínum

 

Í grein sem birtist í Fiskifréttum í gær undir heitinu Sérfræðingar í pólitískri djúpsálarfræði geri ég að umtalsefni skaðleg áhrif þeirrar óvissu sem ríkisstjórnin hefur skapað í kring um sjávarútveginn. Þar segir meðal annars

"Hið sorglega er að þetta er allt saman óþarfi. Þetta hefur aldrei þurft að vera svona. Og það sem grátlegast er. Þessi skaðlega óvissa hefur einmitt staðið yfir á þeim tímum sem sjávarútvegurinn hefði getað náð vopnum sínum, fjárfest, búið til störf og eflt sig til framtíðarverkefna. Hið lága gengi krónunnar hefur vitaskuld skapað sjávarútveginum eins og öðrum útflutningsgreinum gríðarlegt samkeppnisforskot. Tekjurnar hafa aukist, en hlutfallslegur kostnaður minnkað. Á slíkum tímum voru tækifærin galopin, sem aldrei fyrr. En pólitísk óvissa veldur því að þau eru að renna okkur úr greipum. Þessi tími hefði átt að vera blómatími landsbyggðarinnar. En sú er ekki raunin. Þvert á móti. Það er kvíði viðvarandi í sjávarbyggðunum. Ekki vegna fiskleysis eða vegna sölutregðu á mörkuðunum. Alls ekki. En menn óttast næstu tiltæki stjórnvalda. Hvað ætla þau að gera, Jóhanna, Steingrímur J. og Jón Bjarnason, er spurt út um allar landsins byggðir."

Þessa grein og aðrar tvær um sjávarútvegsmál sem ég skrifaði í Morgunblaðið og Fréttablaðið í janúar síðast liðnum má lesa í dálkinum sem nefnist Greinar/ ræður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband