„og ţá eru eftir átta...“

 

 

Áhugaverđ og alvarleg stađa er komin upp. Nú ţurfa átta ráđherrar ađ stíga fram og gera hreint fyrir sínum dyrum.  Forsagan er ţessi.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands kom fram í Silfri Egils á dögunum og sagđi: „Ţetta er ekki létt byrđi ađ bera, ađ láta öll spjót standa á sér, láta ráđherra hóta ađ segja af sér eđa ađ ríkisstjórnin fari frá o.s.frv.“

Engum dettur vonandi í hug ađ bera forsetanum ţađ á brýn ađ segja ósatt um ráđherra  í máli eins og ţessu. En hvađa ráđherra hefur viđhaft svona hótanir?  Ţetta mál verđur klárlega ađ upplýsa.

Félagi minn Sigurđur Kári Kristjánsson tók máliđ upp á Alţingi í dag og innti forsćtisráđherra álits á ummćlum forsetans. Svariđ var skýrt. - Ég hótađi ekki forsetanum, sagđi hún. Viđ skulum ekki véfengja ráđherrann, ţó Jóhanna Sigurđardóttir sé sérfrćđingur í hótunum, ţegar hún vill fá sínu fram. Varla fer hún ađ skrökva ađ Alţingi. En ţá eru eftir níu.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra hefur upplýst ađ eftir ađ forsetinn synjađi Icesavelögunum stađfestingar hiđ fyrra sinniđ, hefđi talsamband ţeirra gömlu flokksbrćđranna rofnađ. Fjármálaráđherra og formađur VG  yrđir sem sagt ekki á forseta Íslands. Ţađ eru mikil tíđindi, en ţar međ heldur ekki líkindi á ađ hann hafi hótađ Ólafi Ragnari. Ţá eru eftir átta.

Sem minnir á barnagćluna gamalkunnu um Tíu litlum negrastráka, sem nú á tímum pólitísks rétttrúnađar er samt forbođin.

Nú ţurfa ráđherrarnir átta, sem eftir standa, ađ stíga fram í dagsljósiđ og hreinsa andrúmsloftiđ. Nema ţví ađeins ađ ţeir telji ţađ viđunandi ađ láta sem forseti Íslands hafi sagt ţjóđ sinni ósatt í svo veigamiklu máli. Nöfn ráđherranna átta eru:

Össur Skarphéđinsson, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jón Bjarnason, Árni Páll Árnason, Svandís Svavarsdóttir, Guđbjartur Hannesson.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband