Er forsćtisráđherrann stikkfrí?

 

Ţegar stórir atburđir gerast í stjórnmálum fréttist fátt af Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra nú orđiđ. Hennar háttur virđist helst vera orđinn sá ađ láta helst til sín heyra úr vernduđu umhverfi flokksfunda sinna. Ţá manar hún flokksfélaganna til dáđa, međ gömlum kaldastríđs og kreppufrösum. Hins vegar er orđiđ ljóst ađ hún veigrar sér viđ ţví ađ takast á viđ stjórnmálaandstćđinga sína á jafnrćđisgrunni; í ţingsölum Alţingis ţegar stór mál eru á dagskránni.

Jóhanna Sigurđardóttir 

Ţađ gildir auđvitađ einu ţótt ţessi mál séu ekki á beinu málasviđi forsćtisráđuneytisins. Ćtla má ađ forsćtisráđherra vilji mćta til leiks ţegar stór mál eru á dagskrá, en skjóti sér ekki undan ţví ađ taka slaginn og láti félaga sína um ađ mćta í eldlínuna.

Ţađ var ţví auđvitađ reginhneyksli ađ forsćtisráđherrann skyldi ekki ţora ađ koma til umrćđunnar um hćstaréttardóminn um gengislánin sem viđ rćddum á Alţingi í gćr. Ţar var ţó um ađ rćđa stórmál; klúđur og mistök hennar eigin ríkisstjórnar, sem enginn nokkur mađur veit enn ţann dag í dag hvađ hefur í för međ sér.

Hér eru uppi spurningar um ađ ađ lög sem ríkisstjórnin hafđi forgöngu um, hafi ekki stađist stjórnarskrá. En  forsćtisráđherrann segir ekki orđ. Ţađ ríkir óvissa um áhrifin á bankakerfiđ. En forsćtisráđherrann er ţögull. Ţađ er sagt af flokksfélögum hennar ađ nú verđi ađ ráđst til atlögu viđ verđtrygginguna. En forsćtisráđherrann sér ekki ástćđu til ađ tjá sig í umrćđunni.

Í dag var hins vegar ríkisstjórnarfundur. Utan hans biđu fréttamennirnir. Forsćtisráđherrann átti ţví ekki undankomuleiđ og neydist til ţess ađ tjá sig. Hún endurtók orđ Steingríms J. Sigfússonar og Árna Páls Árnasonar,  núverandi og fyrrverandi efnahags og viđskiptaráđherra, sem fengu ţađ hlutverk ađ halda uppi vörnum fyrir ríkisstjórnina í ţessu máli.

Og svo var síđdegis í gćr rćtt um hinar miklu skýrslur um lífeyrissjóđina. Ţar sást heldur ekki til forsćtisráđherrans. Nýji fjármálaráđherrann flutti skrifađa skýrslu úr ráđuneyti sínu um máliđ, sagđi síđan ekki orđ alla umrćđuna, en flutti fáein orđ í lokin. Ţađ var nú allur bragurinn á málflutningi ríkisstjórnarinnar ţegar ţessi stóru mál voru rćdd.

Athyglisverđur var svo hlutur Vinstri grćnna í ţessum umrćđum. Í umrćđunum um gengislánadóminn tók bara til máls, í tveimur umrćđum, Björn Valur Gíslason úr kjördćmi ráđherrans. Öđrum var besýnilega ekki treyst. Og í umrćđunni um lífeyrissjóđina var hinn samţingsmađur Steingríms úr kjördćminu, Ţuríđur Backmann. Hér var greinilega fylgt reglunni um ađ leita ekki langt yfir skammt. – Keep it all in the family!

Svona er nú orđiđ upplitiđ á ríkisstjórninni ţessi dćgrin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband