3.6.2012 | 23:13
Ríkisstjórnin fćr ađ kenna á sínum eigin bellibrögđum
Pólitísk herstjórnarlist ţeirra Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur beđiđ slíkt skipsbrot ađ undrun sćtir. Ţessir tveir reyndustu stjórnmálamenn ţjóđarinnar hafa stađiđ svo sérkennilega ađ málum, ađ ţjóđinni ofbýđur bersýnilega.
Fólki ofbýđur ţegar stórmál eru sett fram sem liđur í pólitískri herstjórnarlist, til ţess ađ treysta stöđu ríkisstjórnarinnar. Ţess vegna hefur ríkisstjórnin fengiđ ţessar tilraunir sínar beint í andlitiđ; hefur fengiđ ađ kenna á sínum eigin bellibrögđum.
Ţađ blasti viđ hverjum manni ađ herstjórnarlistin gekk út á ađ sýna óbilgrini í garđ stjórnarandstöđunnar og keyra áfram ţingmálin sín í sem mestu ósćtti. Ţetta sáum viđ í umrćđunum á Alţingi um stjórnarskrármáliđ, ţar sem stjórnarskráin sjálf varđ leiksoppur stjórnarflokkanna. Ţetta sáum viđ líka ţegar rćtt var um breytingar á stjórnarráđinu, ţar sem allir sáu ađ markmiđiđ var ţađ eitt ađ búa til fléttur til ţess ađ framlengja líf hinnar óvinsćlu ríkisstjórnar.
Og síđan var gefinn út stór kosningavíxill, ţar sem Guđmundur Steingrímsson og hans Bjarta framtíđ var í hlutverki ábekingsins. Hiđ formlega heiti víxilsins var framkvćmdaáćtlun og átti ađ koma til innlausnar á kosningaári og greiđast af framtíđinni.
Loks hefur ríkisstjórnin keyrt áfram af óbilgirni sjávarútvegsmálin sín, ţvert ofan í álit allra ţeirra sem tjáđ hafa sig um málin, jafnt sérfrćđinga, sem hagsmunaađila, sveitarfélaga, launţega og raunar allra ţeirra sem um máliđ hafa tjáđ sig. Nema međ einni heiđarlegri undantekningu; stjórn samfylkingarfélags suđur í Keflavík!
Og nú hefur almenningur lagt mat á frammistöđu ríkisstjórnarflokkanna.
Ríkisstjórnin er rúin trausti. Var ţó ekki á ţađ bćtandi. Samfylkingin hefur tapađ 40% fylgis síns frá kosningum og Vinstri grćnir um helmingi, skv. ţjóđarpúlsi Gallup. Ábekingur víxilsins nćr ekki lágmarksfylgi. Athyglisvert er ađ ţessi könnun er einmitt gerđ ţegar ţessi stórumál sem hér var vísađ til yfirgnćfđu hina pólitísku umrćđu. Málin sem áttu ađ skapa ríkisstjórninni nýja viđspyrnu.
Almenningur sér auđvitađ í gegn um allt ţetta sjónarspil ríkisstjórnarflokkanna. Fólki ofbýđur hreinlega ađ stjórnarskráin sé gerđ ađ leiksoppi, stjórnarráđiđ sé notađ í einhverju innanfjarđarbakkelsi ríkisstjórnarflokkanna, menn reyni ađ traktera almenning međ augljósum kosningavíxli og stundi síđan purkunarlausa tilraunastarfsemi međ sjálfan sjárútveginn.
Fólkiđ í landinu sér ađ stórmál eru sett fram sem hluti af spuna og pólitískri herstjórnarlist og á ţeim háskatímum sem viđ upplifum núna kunna fáir ađ meta slík vinnubrögđ.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook