Gætnin njóti alltaf vafans

 

Það er alrangt að hægt sé að fjalla um kaup Kínverjans Huang Nupo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, eins og um sé að ræða hefðbundna erlenda fjárfestingu. Þannig er það ekki. Þess vegna er út í loftið að bera saman kaup/ eða langtímaleigu á jörðinni við kaup og leigu erlendra einstaklinga eins og um sambærilega hluti sé að ræða.

images Huang Nubo. Í Kína tvinnast saman hagsmunnir viðskipta, stjórnsýslunnar og Kommúnistaflokksins

Kjarni málsins er þessi: Kína er einræðisríki, þar sem saman tvinnast  hagsmunir ríkisins, stjórnmálanna  kommúnistaflokksins sem þar ræður öllu og viðskiptalífsins. Menn komast ekkert áfram í kínvesku viðskitpalífi nema þeir njóti velvildar ráðamanna. Það er munurinn á kínversku þjóðfélagi og lýðræðisþjóðfélögum sem búa við hefðbundinn markaðsbúskap.

Þegar taka á áfstöðu til kaup kínverskra auðmanna á landi eða fasteignum hér á landi þarf því að svara fyrst einni grundvallarspurningu. Er hér um að ræða fjárfestingu einstaklings, eða óbeina fjárfestingu kínverskra stjórnvalda í ljósi þeirrar þjóðfélagsgerðar sem viðgengst í Kína?

Í tilviki Huang Nubo hefur þessari spurningu ekki verið svarað með óyggjandi hætti. Og kannski verður henni heldur aldrei svarað svo fullnægjandi sé. Í því er vandinn fólginn.

Það dytti engum í hug að eitt ríki gæti keypt landareign annars ríkis. Hugmynd eins og sú að til að mynda Þýskaland, eða Frakkland, nú eða Bandaríkin keyptu Vestfirði, Snæfellsnes eða Eyjafjörð, svo dæmi séu tekin, er auðvitað þannig að hún þyrfti ekki einu sinni umræðu við.

Meðan ekki eru tekin af öll tvímæli, hljótum við því að nálgast áform kínveskra kaupsýslumanna með gríðarlegri varúð og sjá til þess að gætnin njóti alltaf vafans.

Þetta er ekki sagt af andúð við erlenda fjárfestingu hér á landi. Öðru nær. Það er ekkert að því að erlendir einstklingar fjárfesti hér. Við höfum kostað kapps um það í gegn um tíðina að laða hingað erlent fjármagn. Það hefur að vísu verið umdeilt mál. En nú hefur það gerst að hin hreinræktaða vinstri stjórn hefur fengið samþykkta stefnumótun á Alþingi sem felur í sér mjög jákvæða afstöðu til erlendrar fjárfestingar.

En spurningin sem vaknar er þá þessi: Eru fjárfestingaráform Kínverjans í samræmi við þá samþykkt? Er hér um að ræða eiginlega fjárfestingu einstaklings í ljósi kínverskrar þjóðfélagsgerðar? Myndum við, með samþykkt á fjárfestingum Huang Nubo, í reynd vera að opna fyrir óbeina fjárfestingu eins ríkis á  landi annars ríkis?  Þessum spurningum verða menn auðvitað að svara áður en lengra er haldið.

Þessi viðhorf reifaði ég í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og einnig í fréttum Stöðvar 2 í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband