Ríkisstjórn sem stöðugt vegur að hlut kvenna

 

Þvert ofan í það sem ráðamenn segja hefur hlutur kvenna versnað á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin er lagin við alls konar táknmyndir þegar kemur að jafnréttismálunum. En afraksturinn er ekki í samræmi við þetta skraut og þessar umbúðir sem reynt er að vefja um þetta málefni.

Tökum þrjú dæmi.

Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherrann braut jafnréttislögin  fyrst, skeytti ekkert um viðbrögð þess sem fyrir brotinu varð og hlaut svo dóm fyrir dómstólum.

1.       Ráðherrarnir eru að verða eins konar síbrotamenn þegar kemur að janfréttislögunum. Forsætisráðherrann braut þau fyrst, skeytti ekkert um viðbrögð þess sem fyrir brotinu varð og hlaut svo dóm fyrir dómstólum. Innanríkisráðherrann fylgdi síðan í kjölfarið. Hann braut jafnréttislögin og brást við með þeim hætti að flokksmenn hans og félagar úr ríkisstjórnarsamstarfinu láta að því liggja að best væri að hann víki.

 

2.       Þegar ríkisstjórnin hóf sínar illa hugsuðu og fráleitu árásir á heilbirgðisstofnanir á landsbyggðinni beindust þær einkanlega að konum sem störfuðu í þessum stofnunum. Þannig kemur fram í svari velferðrráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar að á landsbyggðinni megi ætla að starfsmönnum fækki um samtals 456 einstaklinga (312 stöðugildi), verði ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Af þeim fjölda má gera ráð fyrir að 369 einstaklingar (253 stg.) séu konur.

 

skr Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki. Lang flestar uppsagnir á heilbrigðisstofnunum beindust gegn konum.

Þetta þýðir að meira en 80% þeirra sem uppsagnarbréfin fengu frá ríkisstjórninni hafi verið konur.

3.       Þá er þess að geta að launamunur kynjanna hefur aukist að nýju. Hann dróst saman alveg frá árinu 1998, en fer nú vaxandi, í tíð ríkisstjórnarinnar. Um þetta segir formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir: „Við erum búin að funda með starfsfólki ráðherranna aftur og aftur og mánuðir og ár líða án þess að nokkuð gerist. Við erum orðin mjög grimm yfir því að allt sé að falla í sama farið aftur og við ætlum ekki að læra neitt af hruninu.“

4.      Enn birtist könnun og hún sýnir áframhaldandi launamun og viðbrögð verkalýðsforingjana eru á sama veg. Niðurstaðan veldur vonbrigðum. Talsmenn ríkisstjórninarinnar, standa hins vegar eins og álfar út úr hól og hafa ekkert um málin að segja sem einhverju skiptir. Bara gamla snakkið.

elin Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB."Við erum búin að funda með starfsfólki ráðherranna aftur og aftur og mánuðir og ár líða án þess að nokkuð gerist. Við erum orðin mjög grimm yfir því að allt sé að falla í sama farið aftur og við ætlum ekki að læra neitt af hruninu.“

 Það er athyglisvert að hinar miklu uppsagnir kvenna á heilbrigðisstofnunum og hlutfallslega lakari kjör kvenna og endurtekin brot á jafnréttislögunum, eiga sér stað í tíð hinnar tæru vinstri stjórnar, undir gunnfánum meintrar kvenfrelsisstefnu hennar, með þátttöku flokka sem kenna sig við femínisma. Og síðast en ekki síst;  í dulbúningi þess að ríkisstjórnin segist fylgja kynjaðri hagstjórn, sem er einhver magnaðasta þverstæða sem getur að líta í máltilbúnaðinum og er þó af nógu að taka

Ríkisstjórnin hefur reynst vera umsvifamikil þegar kemur að umbúðunum í þessum málaflokki. En þegar til stykkisins kemur er lítið þar á bak við. Fyrirheit án efnda, umbúðir án innihalds, orð án innistæðu. Þetta einkennir ríkisstjórnina í þessum málum sem svo mörgum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband