Steingrímur kominn á hnjáskeljarnar

 

 

Stóru tíðindin í stjórnmálaumræðu gærkveldins á Alþingi felast í hinni fullkomnu uppgjöf Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ákall formannsins um að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi sameinist á næsta kjörtímabili gegn Sjálfstæðisflokknum er mat hans á því að núverandi ríkisstjórn missi meirihluta sinn við næstu alþingiskosningar og að ekki verði mynduð hér meirihlutastjórn án Sjálfstæðisflokksins, nema með fulltingi allra hinna stjórnmálaflokkanna.

Steingrimur Ekki er óalgengt að formaður VG og forsætisráðherra birtist  tvisvar til þrisvar í sama fréttatíma RÚV. En það er eins og þjóðin verði æ fráhverfari ríkisstjórninni eftir því sem síbylja stjórnarliða eykst.

Það er örugglega rétt og raunsætt mat formanns VG að ríkisstjórnin hljóti makleg málagjöld í kosningunum. Enda kvarta hann og aðrir talsmenn ríkisstjórnarinnar  sáran, daga langa yfir því að þjóðin sé ekki nægjanlega auðsveip og meðtækileg fyrir áróðri og orðagjálfri stjórnarliða.

Vantar þó ekkert upp á að talsmenn ríkisstjórnarinnar fái tækifæri til þess að flytja boðskap sinn. Ekki er til dæmis óalgengt að formaður VG eða forsætisráðherra birtist í tveimur til þremur fréttum, í sama fréttatíma Ríkisútvarpsins; sem æ fleiri eru einhverra hluta vegna farnir að kalla ríkisstjórnarútvarpið, hvað svo sem veldur því.

En það er eins og að þjóðin verði æ fráhverfari ríkisstjórninni eftir því sem síbylja stjórnarliða vex. Kannski að það verði þrautalending þeirra að segja sem fæst, í von um að heimta aftur sinn pólitíska styrk.

Það er andspænis þessum veruleika sem Steingrímur J. Sigfússon stendur, þegar hann leggst á hnéskeljarnar og flytur bónorð sitt og ákall um framlengingu ríkisstjórnarinnar, með tilstyrk allra annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins.

Þessi uppgjafarstuna úr Stjórnarráðinu núna er athyglisverð. Ekki síst þetta augljósa ákall til Framsóknarflokksins um að koma nú til skjalanna, rétt eins og veturinn 2009 og veita ásamt öðrum ríkisstjórninni framhaldslíf, bak kosningum. Bjarta framtíð og Hreyfinguna geta stjórnarliðarnir hvort sem er alltaf reitt sig á. Þeir hafa eins og dæmin hafa sannað, alltaf komið til skjalanna þegar mikið liggur við. Í ríkisstjórninni eru þeir flokkarnar fyrir löngu orðnir gefin stærð, sem eru til dæmis meðfærilegri en gerist og gengur með einstaka stjórnarliða, líkt og flestir hafa séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband