Er veiðigjaldaklúðrið afrek?

Jón Steinsson hagfræðingur skrifaði mikla lofgerðarrullu í Fréttablaðið um ríkisstjórnina núna um daginn. Þar á meðal hlóð hann stjórnina miklu lofi fyrir það að hafa fengið veiðigjaldafrumvarp sitt samþykkt sem lög frá Alþingi. Þessari grein hans svaraði ég  11. september sem finna má hér undir dálkinum Greinar / ræður.

Í greininni segir meðal annars:

Flotinn í höfn í Bolungarvík Álagning auðlindagjalda er vandmeðfarið verkefni. Bent hefur verið á að slíkt fyrirkomulag sé nær óþekkt í sjávarútvegi í heiminum og finnist hvergi á byggðu bóli í því formi sem tíðkast hér á landi

"Hugmyndin um auðlindagjald í sjávarútvegi var lengi afar umdeild. Lengst af var örðugt að koma auga á forsendur slíkrar gjaldtöku á greinina, í ljósi afkomu hennar. Um þetta vorum við núverandi atvinnuvegaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon sammála, eins og kom meðal annars fram í orðaskiptum okkar á Alþingi á sl. vori. Með bættu skipulagi veiða, sameiningu aflaheimilda, minni sóknartengdum kostnaði og almennri hagræðingu í sjávarútvegi, má hins vegar segja að forsendur umræðunnar hafi breyst. Það var meðal annars í því ljósi sem fyrir um einum áratug varð býsna víðtækt samkomulag um álagningu veiðigjalds í sjávarútvegi, samfara áformum um slíka gjaldtöku af annarri auðlindanýtingu í landinu. Þetta gerðist í valdatíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í samstarfi við Framsóknarflokkinn.

Skothent klúður

Allir sem til þekkja vita að álagning auðlindagjalda er vandmeðfarið verkefni. Bent hefur verið á að slíkt fyrirkomulag sé nær óþekkt í sjávarútvegi í heiminum og finnist hvergi á byggðu bóli í því formi sem nú tíðkast hér á landi. Ríkisstjórn sem hefði viljað nálgast slíkt verkefni af metnaði, hefði því vitaskuld  leitað til okkar færustu sérfræðinga á sviði auðlindahagfræði, en við erum svo heppin að eiga slíkum mönnum á að skipa.

Það var ekki gert. Engra slíkra ráða var leitað, heldur vaðið í málið, af fullkomnu kunnáttuleysi og því offorsi, sem hefur einkennt vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar í stórum sem smáum málum.

Afraksturinn varð eins og allir vita; skothent klúður sem fáir hafa treyst sér til þess að bera blak af. Hvað þá lofsyngja eins og Jón Steinsson gerir fyrirvaralaust í grein sinni."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband