16.10.2012 | 10:17
Raunveruleikinn stangast á við sýndarveruleikann
Stjórnarliðar töluðu mikið um meintan árangur í efnahagsmálum á úthallandi sumri. Nokkuð hefur dregið úr sjálfhólinu. Enda að vonum. Fyrir því er engin innistæða. Þvert á móti. Blekkingar eru lítill grunnur að umræðu um efnahagsmál og það hefur einmitt komið á daginn í þessu tilviki.
Það er líkt og stjórnvöld og talsmenn þeirra séu farin að reka eins konar pólitískt leikjafyrirtæki, þar sem brugðið er upp mynd af sýndarveruleika. Væri ekki ástæða fyrir þetta fólk að sækja um aðild að hinum nýju samnorrænu samtökum leikjafyrirtækja. Þau sóma sér að minnsta kosti vel í sýndarveruleikanum.
Það er líkt og stjórnvöld og talsmenn þeirra séu farin að reka eins konar pólitískt leikjafyrirtæki, þar sem brugðið er upp mynd af sýndarveruleika. Væri ekki ástæða fyrir þetta fólk að sækja um aðild að hinum nýju samnorrænu samtökum leikjafyrirtækja. Þau sóma sér að minnsta kosti vel í sýndarveruleikanum.
Staðreyndirnar tala auðvitað sínu máli. Þar er því miður af nógu að taka.
Tökum dæmi af fjárlagagerðinni. Fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár úr hlaði með þeim orðum að auðvelt væri að verja það frumvarp. Einkennist það þó af þeirri staðreynd að ríkisstjórnin gafst upp á markmiðum sínum og sló á frest fram yfir kosningar að taka má málunum. Í ljós hefur komið að fjárlög síðustu ára hafa ekki verið í samræmi við veruleikann. Ríkisreikningurinn, sem mælir raunveruleikann, var ekkert í samræmi við óskhyggjuna sem fjárlögin boðuðu. Þrátt fyrir ofurskatta og ómarkvissar niðurskurðaraðgerðir.
Og sömu veikleikana er í fjárlagafrumvarpinu sem svo auðvelt er að verja, að sögn. Þar vantar inn ýmsa liði, sem munu gera glansmyndina ólíkt ljótari.
En skoðum aðeins lýsingar á efnahagsástandinu. Tökum dæmi úr greiningu Íslandsbanka síðustu dægri, sjá hér að neðan. Þar segir m.a:
1. Hægir á vexti einkaneyslu. Eins og kunnugt er stendur einkaneyslan nú um stundir undir þeim veika og brothætta hagvexti sem þó glittir í. Þessi hagvöxtur er m.a drifinn áfram af einskiptisaðgerðum, tímabundnum vaxtaniðurgreiðslum og öðru þess háttar. Nú sjá menn að það dugir ekki varanlega. Afleiðingin er að það hægir á einkaneyslunni, sem mun sýna sig síðan í lægri hagvexti.
2. Mjög hafa menn hælst um yfir lækkandi atvinnuleysi. Nú vekur greiningardeildin athygli á að atvinnuleysi er aftur á uppleið. Við vitum líka að minna atvinnuleysi sem stjórnvöld hreykja sér af, skýrist af því að þúsundir manna hafa flutt af landi brott og mælast því ekki í atvinnuleysistölunum. Á því vekur greiningardeildin líka athygli í gær. Til viðbótar má nefna að þúsund manns fóru af atvinnuleysisskrá til þess að hefja nám. Það er út af fyrir sig jákvætt, en leysir ekki atvinnuleysisvandann. Kjarni málsins er sá að störfum hefur fækkað og það skiptir öllu máli, ekki prósentutölurnar sem ríkisstjórnin vitnar til og segir fátt um stöðu atvinnumálanna.
3. Ríkisstjórnin hefur staðið ráðalaus gagnvart gjaldeyrishöftunum, sem talið er að kosti þjóðarbúið marga milljarða á ári hverju. Aðgerðir til þess að leysa höftin hafa reynst máttleysislegar. Stjórnvöld hafa líka með reglubundnum hætti lagt fram lagafrumvörp um að herða haftahnútinn.
4. Staðan í gjaldeyrismálunum er gríðarlega viðkvæm. Lítið má út af bregða og sú hætta er til staðar að útstreymi hefjist í stórum stíl, nú þegar framundan eru nauðasamningar vegna gömlu bankanna. Engin viðbrögð heyrast frá ríkisstjórninni. Þetta er bara nokkuð sem bíður bak við hornið og stjórnvöld virðast ekki hafa nein áform um að takast á við.
Í ljós hefur komið að fjárlög síðustu ára hafa ekki verið í samræmi við veruleikann. Nákvæmlega hið sama einkennir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.
Þetta eru bara nærtæk dæmi um veruleikann, sem er svo víðs fjarri sýndarveruleikanum sem ríkisstjórnin og nótar hennar bera á borð. Að tala umÁrangurinn, með stórum staf og greini, eins og um staðreynd sé að ræða, er augljóslega fráleitt.
Fer nú ekki að líða að því að stjórnvöld og vinir þeirra í bloggheimum og fjölmiðlum vakni til lífsins og horfist í augu við það sem almenningi er fyrir löngu ljóst.
15.10.2012 11:02 | Hagvísar vikunnar: Fundargerð peningastefnunefndar og fleira |
15.10.2012 10:57 | Hægir á vexti einkaneyslu |
15.10.2012 10:56 | Enn flytja fleiri frá landinu en til þess |
15.10.2012 10:43 | Atvinnuleysi eykst lítillega í september |
12.10.2012 11:33 | Höftin flækja verðmöt á íslenskum fyrirtækjum |
12.10.2012 11:30 | Þrotabú gömlu bankanna tæma gjaldeyrisreikninga |
12.10.2012 11:27 | Stjórnendur svartsýnir varðandi framtíðina |
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook