Mikil mistök í uppsiglingu

 

Það eru mikil mistök að útiloka hagkvæmasta og besta kostinn við vegagerð í Gufudalssveitinni frá því að fara í umhverfismat. Í það stefnir þó, samkvæmt svari innanríkisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi mánudaginn 5. nóvember sl. Þar spurði ég ráðherrann eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er svokölluð B-leið (leið B1) ekki með í tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi?“

Þannig kemst ég að orði í grein sem ég hef skrifað á vefritin http://www.reykholar.is/ og http://www.bb.is/ Í raun eru þrír kostir til staðar varðandi vegagerð á þessum slóðum. Þeir eru:

Aðstða vegagerðarmanna vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg Frá framkvæmdasvæði á Vestfjarðavegi 60

Í fyrsta lagi að farið sé með veginn yfir Þorskafjörð, út fjörðinn að vestanverðu, um hinn umdeilda Teigskóg, að Hallsteinsnesi, með þverun um Gufufjörð og Djúpafjörð að Melanesi. Þessa vegagerð heimilaði þáverandi umhverfisráðherra í ársbyrjun 2007 með verulegum breytingum miðað við upphaflegar áætlanir, þar sem tekið var meira tillit til umhverfissjónarmiða. Þessi leið er nú kölluð B1 leiðin. Þessari leið hafnaði hins vegar Hæstiréttur. Ekki vegna þess að ætlað væri að hún hefði slæmar umhverfislegar afleiðingar, heldur vegna þess að vikið var að umferðaröryggi í úrskurði ráðherrans og það ætti ekki að gera í umhverfismati.

Í annan stað er sá möguleiki fyrir hendi að fara með veginn yfir Þorskafjörð, með jarðgöngum undir Hjallaháls og með nýjum vegi yfir Ódrjúgsháls, samfara verulegum skeringum í fjallshlíðinni upp á hálsinn. Þessi leið er kölluð í bókum Vegagerðarinnar D1

Í þriðja lagi að fara með veginn út Þorskafjörð að austanverðu að Laugalandi og þvera fjörðinn, taka land á Hallsteinsnesi og þvera síðan Gufufjörð og Djúpafjörð að Melanesi. Þessi leið er nefnd I leiðin.

Allar þessar leiðir hafa umhverfisáhrif skv. drögum að umhverfismati sem Vegagerðin hefur lagt fram. B1 leiðin er hins vegar hagkvæmust, sú eina sem rúmast innan ramma nýsamþykktrar samgönguáætlunar til ársins 2022 og er ennfremur besti kosturinn út frá vegtæknilegu sjónarmiði.

Leiðin sem kölluð er D1 og gerir ráð fyrir jarðgöngum undir Hjallaháls kostar 9,1 milljarð króna.

Leiðin sem kölluð er I og fer um Þorskafjörðin austanverðan, kostar 9,7 milljarð króna

Leiðin sem kölluð er B1 og liggur um Þorskafjörðin vestan verðan, kostar hins vegar 6,7 milljarða króna.

Mismunur á kostnaðinum er því greinilega mjög verulegur. Þremur milljörðum munar á kostnaði á dýrasta og ódýrasta kostinum og 2,4 milljörðum munar á ódýrasta og næst ódýrasta kostinum.

Sunnanverdir-Vestfirdir-2012-053 Frá framkvæmdum á Vestfjarðavegi 60. Taka þarf afstöðu til nýs vegstæðis á Vestfjarðavegi 60, þegar framkvæmdum lýkur á þeim áfanga sem nú er í gangi.

Í samgönguáætlun til ársins 2022 er gert ráð fyrir 8,3 milljörðum til vegagerðar á þessari leið. Verði ekki farin B1 leiðin er ljóst að framkvæmdum muni ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi árið 2024 eða 2025.

Samandregin eru aðalatriðin þessi:

1.      B1 leiðin hefur ekki farið áður í umhverfismat.

2.      B1 leiðin er hagkvæmust.

3.      B1 leiðin er sú eina sem rúmast innan fjárhagsramma núgildandi langtímaáætlunar í samgöngumálum.

4.      B1 leiðin er besta leiðin skoðuð út frá vegtæknilegu sjónarmiði

5.      B1 leiðin er sú leið sem heimamenn kjósa helst

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband