23.11.2012 | 14:34
Kerfið malar allt í áttina frá landsbyggðinni
Þannig birtist veruleikinn okkur. Baráttan fyrir því að opinber störf séu staðsett utan höfuðborgarsvæðisins er sífelld og ströng. Karfið malar hins vegar allt í hina áttina. Opinber störf eru sett niður með býsna sjálfvirkum hætti á höfuðborgarsvæðinu, án þess að menn fái þar rönd við reist. Og jafnvel þau störf sem þegar hafa verið staðsett á landsbyggðinni, eru í sífelldri hættu gagnvart kröfum um að leggja þau niður eða flytja þau burt af landsbyggðinni.
Á Ísafirði hefur lengi starfað Fjölmennignarsetur. Nú var gerð tilraun til þess að leggja þá starfsemi niður og flytja til Reykjavíkur
Þannig skrifa ég í grein sem hefur bírst á síðustu dögum í vefritum, sem nánar er gerð grein fyrir hér á heimasíðunni, undir dálknum greinar og ræður.
Þar greini ég frá tveimur dæmum um þetta, sem einmitt eru til meðferðar á Alþingi. Hvorug þeirra eru stór. Hvorug þeirra skipta sköpum í búsetuþróuninni, en þau bera þróuninni glöggt vitni.
Annað lýtur að fyrirætlunum um að setja á einhvers konar eftirlit með eftirlitinu á sviði innflutnings lækningatækja. Þetta eftirlit á að kosta rúmlega 40 milljónir og felur í sér að ráðnir verða til starfa fjórir nýjir starfsmenn í Lyfjastofnun.
Hitt lýtur að því að með stórhækkuðu veiðigjaldi ( sem útgerðir einkanlega á landsbyggðinni greiða) þarf að ráða álíka hóp til starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði.
Á sama tíma er gerð atlaga að því að færa starfsemi Fjölmenningarseturs frá Ísafirði, þar sem það hefur starfað í um áratug með góðum árangri.
Þegar svona gerist, eins og rakið er hér að framan, þá telst það bara eðlileg afleiðing einhverrar lagasetningar, einhverrar þarfar sem þarf að uppfyggla. Þegar við hins vegar ákveðum að staðsetning þessara verkefna sé utan höfuðborgarsvæðisins, hefst þetta venjulega væl um að við séum að stunda kjördæmapot sem að þessu stöndum.
Þessa grein sem ég vitnaði í má lesa HÉR
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook