Atlaga forystu VG að Ögmundi geigaði

 

Atlagan að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í forvali VG í Suðvesturkjördæmi nú á laugardaginn geigaði og hann hafði sigur. Þetta var ekki nein venjuleg atlaga. Þar var á ferðinni sjálf forysta Vinstri grænna, sem hafði greinilega lagt mikið undir til þess að bægja Ögmundi Jónassyni frá sér. Það mistókst sem sagt.

ogmundur Gerð var bein atlaga af hálfu forystu VG gegn Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Það átti að ganga á milli bols og hjöfuðs á honum. Það mistókst.

Ögmundur orðar þetta „ganske pent“, eins og danskurinn segir. Á vef Ríkisútvarpsins er vitnað í hann með þessum hætti í óbeini frásögn: „Hann segir flokkinn og stjórnmálin ekki hafa farið varhluta af átökum síðustu ára“.

Þetta snyrtilega orðalag, er augljóst að skilja þannig að hann sé að vísa til þeirra átaka sem blasað hafa við hverjum manni innan VG; þar hafa hin breiðu spjót hvergi verið spöruð. Nú var gerð tilraun til þess að ganga á milli bols og höfuðs á Ögmundi, en það tókst ekki. Það þýðir ekkert fyrir forystu flokksins að reyna að þvo hendur sínar af því. Allir vita betur.

Þegar Sóley Tómasdóttir ritari VG, hvorki meira né minna, kýs að blanda sér í þennan slag, með beinum hætti og hvetur til þess að Ögmundi verði velt úr sæti sínu, þá liggur auðvitað mikið við. Skýrari verða skilaboðin tæplega frá forystu VG.

Annað sem vekur athygli í þessum prófkjörum VG nú um síðustu helgi, er að flokkurinn birtir ákaflega takmarkaðar upplýsingar um úrslitin. Sjálfstæðisflokkurinn birtir töflur sem sýna atkvæði efstu frambjóðenda í einstök sæti. Hjá VG sést ekkert slíkt.

Af hverju eru slíkar upplýsingar ekki birtar opinberlega? Hvað með allt gagnsæið, sem oft er talað um þegar mikið liggur við? Er hér eitthvað sem menn kjósa að líti ekki dagsins ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband