Þora ekki, geta ekki, vilja ekki

 

Stjórnarliðar kveinka sér mjög undan því að rætt sé efnislega um fjárlagafrumvarpið. Það þarf ekki að koma á óvart.  Það er auðskiljanlegt að ábyrgðarmenn þessa máls telji óþægilegt að ræða þetta mál svo vanbúið sem það er á alla lund. Þetta eru blekkingarfjárlög, byggð á veikum grunni. Stjórnarliðar hafa bersýnilega ákveðið að láta skeika að sköpuðu og ætla nýjum stjórnvöldum, eftir alþingiskosningar í vor, um að taka á þeim vandamálum sem  hin nýju fjárlög takast ekki á við.

4b1ad186b8b868cc15a35a25844213af Fjárlagaumræðan skilur nú þegar eftir fjölda spurninga sem ekki hefur verið svarað. Ábyrgðarmenn málsins hafa augljóslega ekki treyst sér til þess að svara þessum spurningum.

Umfjöllun Steingríms J. Sigfússonar um fjárlagaumræðuna er hins vegar í meira lagi hjákátleg.

Umræðan skilur nú þegar eftir fjölda spurninga sem ekki hefur verið svarað. Ábyrgðarmenn málsins hafa augljóslega ekki  treyst sér til þess að svara þessum spurningum. Þeir vita vitaskuld innst inni að nú er verið að undirbúa kosningafjárlög, með alls konar fyrirheitum, sem öðrum verður látið eftir að fjármagna.

Það voru greinilega samantekin ráð að mæta því ekki til umræðunnar. Og ráðherrarnir- sem vel að merkja eru einnig þingmenn – strituðust við að þegja. Þeim er þó ætlunin að framkvæma fjárlögin, sem við blasir að munu setja fjölda mikilvægra stofnana í fullkomið uppnám.

Það er þó ekki þannig að stjórnarliðar hafi ekki átt þess kost að taka þátt í umræðunni. Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir hafa ekki treyst sér í umræðuna; þeir hafa hvorki þorað, getað né viljað. Flóknara er það nú ekki.

Á þessu eru fáeinar undantekningar. Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar, fór í nokkur andsvör í upphafi umræðunnar og sama gerði Lúðvík Geirsson. Annars er þeirra framlag til umræðunnar það helst að hafa orðið sér til skammar frammi fyrir alþjóð, með dæmalausu framferði sínu. Eftir það varð allt loft úr þeim og gildir um þá það sem  segir í fornsögunum; segir ekki frekar af þeim. Sigmundur Ernir Rúnarsson fór einnig í fáein andsvör. Það var alltof sumt.

Sá eini  sem eitthvað lét að sér kveða í umræðunni, var hinn kunni stjórnarliði Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Og hvað hafði hann um málatilbúnað ríkisstjórnarinnar að segja? Það má segja að hann hafi rammað inn álit sitt á fjárlagafrumvarpinu, í andsvörum við mig,eftir að ég hafði meðal gagnrýnt harðlega meðferðina á þremur háskólastofnunum. Um þetta sagði Jón Bjarnason:

jon Jón Bjarnason segir fjárlagagerðina byggjast á fádæma fávisku

„Ég harma það að þær tillögur sem að nú liggja fyrir í fjárlagafrumvarpinu varðandi þessar stofnanir eru með öllu óviðunandi og sýna fádæma fávisku um þá starfsemi sem þarna á sér stað með þeim niðurskurði sem þar er viðhaldið.“

Þetta var það síðasta sem heyrðist frá stjórnarliðum um fjárlagafrumvarpið. Síðasta andvarpið, hingað til sem heyrðist úr stjórnaráttinni, var sem sagt að lýsa því yfir að fjárlagafrumvarpið væri byggt á fávisku.

Þá vitum við það.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband