2,2% vilja stjórnarandstöðuna við ríkisstjórnarborðið

StjórnarandstaðanKalt vatn hefur runnið á milli skinns og hörunds stjórnarandstöðunnar í morgun þegar hún leit í Moggann sinn. Þar er birt skoðanakönnun Capacent Gallup þar sem spurt var hvaða flokkar ættu helst að mynda ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan fékk þar slíka falleinkunn að ótrúlegt verður að teljast. Þegar spurt var um óskaríkisstjórn nefndu 2,2% samstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka ! 2,2 prósent. Þetta er ótrúlegt - en þó satt. Hraklegri útreið getur engin stjórnarandstaða fengið.

Alveg sérstaklega vegna þess að hér erum við að ræða um Kaffibandalagið sjálft. Það er sumsé orðið algjört réttnefni sem bandalag þetta hið mikla er yfirleitt nefnt nú orðið; kaffibrandaralagið.

Að hugsa sér. Að stjórnarandstaðan, sem búin er stöðugt að fylkja liði í vetur, (svo!) hélt sameiginlegan blaðamannafund um sjálft stjórnarskrármálið á dögunum, bjó til sameiginleg þingmál og svona mætti lengi telja. Allt í því skyni að verða trúverðugur valkostur bak kosningum við stjórnarmyndun. Og svo fá þeir svona útreið.

Nú hljótum við að bíða þess að þessi stjórnarandstaða haldi einn blaðamannafundinn enn og útskýri það fyrir þessum 2,2 prósentum kjósenda hvernig þeir sjái samstarf sitt í framtíðinni. Hin 97,8% hafa bersýnilega hafnað þessum stjórnarmyndunarkosti. Ekki vegna þess að fólkið hafi ekki vitað af honum; heldur hitt að það hefur séð of mikið til hans.

Þetta er það sem kallast sneypuför og hún hefur amk. staðið allan þennan vetur, eða allt frá því að Kaffibandalaginu var komið formlega á fót.

Og svo er það annað. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem menn nefna helst þegar í skoðanakönnuninni er spurt hvaða flokka menn vilji sjá í ríkisstjórn. Þegar skoðað er hlutfall þeirra sem spurðir voru, kemur í ljós að 61,3% vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, 59% vinstri græna, 44% Samfylkinguna, 29% Framsóknarflokkinn og 9% Frjálslynda.

Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mikils trausts þegar kjósendur taka afstöðu til þess hverja þeir vilja sjá við landstjórnina. Það er einnig í samræmi við þá góðu stöðu og þann mikla stuðning sem Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra nýtur. Þannig er gott samhengi í vilja kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er verður trausts að mati kjósenda og formaður hans einnig. Sömu sögu er ekki að segja um ýmsa aðra stjórnmálaflokka, eins og kunnugt er.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband