Glæsileg umgjörð um glæsilega hesta

Inga Jóna, Einar Kristinn, Herdís og Guðný Helga.Hestamennska gegnir miklu hlutverki í mörgum héruðum landsins. Sem betur fer er þessi holla og skemmtilega íþrótt að hasla sér æ víðar Einar Kristinn og Þórólfur á Hjaltastöðumvöll. Þarna sameinast fjölskyldur í leik og starfi og þarna eiga íbúar þéttbýlis og dreifbýlis samleið. Aðstaða hestamanna batnar nú ár frá ári og það skilar sér í nýjum möguleikum hestaíþróttarinnar víða um land.

Gott dæmi um þetta er árviss samkoma hestamanna á Sauðárkróki í stórglæsilegri reiðhöllinni á Króknum, Tekið til kostanna. Ég hef sótt þessa glæsilega sýningu nú ár eftir ár og alltaf haft mjög gaman af. Það er eftirtektarvert að gæði sýningarinnar batna með hverju árinu sem líður og maður sér framfarirnar í hestamennskunni. Þar gegnir Hólaskóli sannarlega miklu hlutverki. Það menntastarf sem þar fer fram skiptir örugglega máli í þeim framförum sem maður sér í reiðmennsku og kynbótum.

Eins og ég hef áður vikið að er eftirtektarvert að konur gegna nú stærra hlutverki í reiðsýningum og hesamennskunni almennt en áður. Það á við á sýningunni sem hér er fjallað um. Þetta er enn eitt dæmið um vaxandi þátttöku kvenna á flestum sviðum og er það sannarlega vel.

Eitt er það sem vekur athygli okkar sem sækjum þessa miklu sýningu. Og það er hve stöðugt er meira lagt í hana. Þátttakendur leggja sig fram um að fitja upp á nýjungum. Búnir eru til nánast leikþættir þar sem rifjuð er upp sagan sem hestamennskunni tengist. Þá eru þátttakendur í búningum við hæfi. Í öðrum sýningaratriðum er lagt upp úr glæsileika umgjörðarinnar auk fimi hestanna og það skapar sýningarhaldinu auðvitað skemmtilega og flotta umgjörð.

Í ár var Geir H. Haarde forsætisráðherra heiðursgestur og flutti stutt ávarp í upphafi sýningarinnar. Hann sagði þar meðal annars frá skemmtilegri hestaferð sinni úr Borgarfirði í Skagafjörð fyrir fáeinum árum, þó ekki segðist hann vera vanur hestamaður. Hann er dæmi um einn þeirra tugþúsunda sem nýtur þess að fara á bak góðum hesti, njóta íslenskrar náttúru af hestbaki; upplifun sem ekki verður lýst með orðum fyrir þeim sem ekki hafa átt þess kost að njóta þess, en gefur tilefni til þess að hvetja sem flesta til þess að þeirrar skemmtilegu reynslu.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband