Í fréttunum er þetta helst - eða hvað?

stod2-logoFréttayfirlit í ljósvökum geta verið lúmsk og draga ekki alltaf upp rétta mynd. Hér er ég meðal annars að vísa í tvö tilvik þar sem ruv-logoég kom við sögu.

Stöð 2 sagði í fréttayfirliti fyrir nokkru að ég teldi að vandinn á Flateyri hefði ekkert með kvótakerfið að gera. Þetta var ekki svo. Það sagði ég ekki. Í viðtali sem spilað var við mig í fréttinni sem svona var kynnt kom það einmitt í ljós að ég hafði ekkert sagt af þessu tagi. Hér var einfaldlega um að ræða orð fréttastofunnar sem byggðust ekki á viðtalinu.

Hitt atriðið var í gær í hádegisfréttum RÚV. Þar sagði: Hann hafnar þeirri aðferðafræði sem Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, boðaði í sjómannadagsræðu sinni að kvótakerfið verði notað til að efla byggðir landsins. Þetta voru heldur ekki mín orð eins og fram kom í fréttinni sjálfri. Í óbeinni frásögn RÚV í gær kom fram hið rétta, sem sagt að ég teldi ekki aðferðafræði Björns Inga vera þá skynsamlegustu, ýmsar aðrar leiðir séu til og stefna verði mótuð.

Síðan hef ég marg oft sagt að í fiskveiðistjórnarkerfinu væri sannarlega sú hætta til staðar að byggðir misstu veiðirétt. Þess vegna hefðu verið byggt inn í kerfið margvísleg úrræði. Við höfum stóraukið veiðirétt smábáta, vegna þess að útgerð þeirra væru á minni stöðunum og því væri það líkelgt til að styrkja stöðu þeirra. Við höfum um 18 þúsund tonn til byggðarlegra úrræða að auki, í formi línuívilnunar, aflabóta til til báta sem veiddu skel og rækju innfjarðar og loks byggðakvótann. Þannig gera stjórnvöld sér grein fyrir þeirri hættu sem er til staðar fyrir byggðirnar.

Fyrir nú utan það að vitaskuld er lang stærsti hluti aflaheimilda á landsbyggðinni, enda vita allir að sjávarútvegurinn vegur þyngst í atvinnulífi á landsbyggðinni.

Nú í vor samþykkti Alþingi frumvarp frá mér sem hafði það hlutverk að gera byggðakvótann skilvirkari. Þess gætir nú þegar í nýrri úthlutun. Nú þarf enn að skerpa þessa framkvæmd á grundvelli laganna.

Af þessu má sjá að fráleitt er annað en að við framkvæmd fiskveiðistjórnarlaga sé ekki tekið tillit til byggðarlega sjónarmiða.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband