Hefur ekkert breyst?

KýrMargt er skrifað um landbúnaðarmál daginn út og inn. - Á engu að breyta í þessum landbúnaðarmálum ? er spurt, eins og ekkert hafi breyst og ekkert hafi gerst. Þó hefur landbúnaðurinn tekið stórstígum breytingum, framleiðni aukist, búin stækkað og tæknivæðst, mikil vöruþróun átt sér stað og neyslumynstur breyst gríðarlega á undangengnum árum.

Vinsæll og virtur rithöfundur skrifar í Fréttablaðið í dag og kvartar undan því að ríkisstjórnin ætli að virða samninga, sem gerðir hafa verið við bændur og alþingismenn staðfest með atkvæðum sínum. Þetta eru þó samningar sem einnig hafa lagt grunn að miklum breytingum í starfsumhverfi þess, sem kallað hefur verið "hefðbundnar búgreinar". Eða hafa menn ekki tekið eftir breytingunum í mjólkurframleiðslunni, þar sem búin hafa stækkað og tæknivæðst og framboð mjólkurvara hefur margfaldast að fjölbreytni og gæðum. Og hefur það virkilega farið framhjá mönnum að sama þróun er hafin í sauðfjárrækt, sem nú er að færast frá þéttbýlli héruðunun, búin sömuleiðis að stækka og hagræðing í vinnsluþáttunum á sér stað.

Landbúnaðurinn hefur sumsé gjörbreyst. Við sjáum það birtast okkur í gjörbreyttu neyslumynstri, tilkomu nýrra afurða og áfram mætti telja.

Við erum einnig þátttakendur í alþjóðlegum viðskiptasamningum. Þeir munu hafa áhrif á stöðu landbúnaðarins, þar sem eitt meginmarkmið þeirra er að auka frelsi í viðskiptum, meðal annars með landbúnaðarvörur.

En við þurfum einnig að gæta þess að við njótum líka tækifæra sem geta falist í útflutningi okkar vara á erlenda markaði. Gleymum því ekki að Evrópusambandið harðlokar dyrum sinna markaða hvenær sem það fær því við komið. Ótal dæmi eru um slíkt. Þess vegna verður að gjalda varhug við þeirri hugsun að við opnum einhliða fyrir markaðsaðgang landbúnaðarvara hingað. Við eigum vitaskuld að skapa okkur sem sterkasta stöðu í samningum við erlendar þjóðir svo að möguleikar okkar til pólitískra ákvarðana á sviði viðskipta séu sem mestir.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband