Útflutningshagsmunirnir skipta líka máli

Dilkakjöt"Það er ekki svo, eins og stundum er haldið fram, að bændur starfi í vernduðu umhverfi og þurfi ekki að taka tillit til samkeppni eða aðstæðna að öðru leyti. Þvert á móti er landbúnaðurinn í margs konar samkeppni um fólk og fjármagn og í samkeppni við innfluttar matvörur ýmis konar og þarf þess vegna að beita öllum úrræðum til að hagræða og lækka kostnað."

Þannig komst ég að orði í ræðu sem ég flutti hjá Landssambandi kúabænda, sem haldinn var á Selfossi sl. föstudag.

Í ræðunni vék ég meðal annars að þeirri umræðu sem uppi hefur verið um innflutning á landbúnaðarafurðum og gerði grein fyrir sjónarmiðum mínum með eftirfarandi hætti:

"Þótt undarlegt sé að hugsa til þess og það blasi kannski ekki við okkur við fyrstu sýn, þá er það engu að síður svo að margt bendir til þess að þær hræringar sem orðið hafa á alþjóðlegum matvælamarkaði kunni að styrkja hlutfallslega samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Lægra gengi íslensku krónunnar, skapar útflutningsmöguleikum okkar líka nýja viðspyrnu og bætir almennt samkepppnisstöðu íslenskrar framleiðslu – þar með talið landbúnaðarframleiðslu.

Í þeirri umræðu sem nú fer fram um efnahagsmál og í ljósi vaxandi krafna um aukin alþjóðleg viðskipti, meðal annars með landbúnaðarvörur, er mikilvægt að hafa það í huga. Gleymum því ekki að við erum útflutningsþjóð og þegar við gerum viðskiptasamninga við önnur ríki eða ríkjasambönd þá hljótum við ekki síður að hafa þá hagsmuni í huga, en hagsmuni innflutningsins. Þess vegna hef ég lagt á það ofuráherslu að við semjum ekki um einhliða tollalækkanir heldur gagnkvæmar, svo að útflutningsgreinar okkar njóti ávinningsins einnig."




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband