Það er mál að linni

Skálanes, Gufufjörður, Ódrjúgsháls, Djúpifjörður, Hallsteinsnes, Þorskafjörður og ReykjanesÞað lýsir merkilegri þrákelkni að móast stöðugt við vegagerðinni í Gufudalssveitinni, sem ætlað er að bæta vita vonlaust ástand í vegamálum Vestur og Austur Barðstrendinga. Vegurinn um þessar slóðir yfir Hjallháls og Ódrjúgsháls er þvílíkur farartálmi að ekki verður við búið.

Árum saman stóðu yfir umræður um þá kosti sem í boði væru. Heimamenn höfnuðu því að fara með veginn um endurbætta hálsana. Jarðgangaleiðin sem menn ræddu var svo dýr að hún var óraunhæf. Svo kölluð B leið - sem felur í sér vegagerð yfir og síðan út Þorskafjörð að vestan verðu og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar með vegi og brú frá Hallsteinsnesi í Melanes, varð síðan ofan á.

Það er ekki eins og umhverfisáhrifin hafi ekki verið skoðuð. Það var gert með nákvæmum rannsóknum. Málin fóru í gegn um alla þá ferla sem kveðið er á um í lögum og reglum. Umhverfisráðuneytið átti svo síðasta orðið og kvað upp vandaðan úrskurð sem fól í sér strangar reglur til þess að lágmarka umhverfisáhrifin af þessari vegagerð.

En samt halda menn áfram, nú síðast framkvæmdastjóri Landverndar.

Á meðan dragast lífsnauðsynlegar vegabætur, sem heimamenn hafa kallað eftir, búið er að marka stefnu um í samgönguáætlun og tryggja fjármunina.

Nú hlýtur að vera mál að linni.

Þarna er vel hægt að leggja veg í góðri sátt við náttúruna. Það er augljóst leikmannsauganu, ef gengið er um þessar slóðir, svo sem eins og ég hef gert í tvígang á síðustu tveimur árum. En meira um vert er það að hinn vandaði og efnismikli úrskurður Umhverfisráðuneytisins sem kveðinn var upp í tíð Jónínu Bjartmarz sýnir það svart á hvítu að sú leið er vel fær. Auk þess sem hún opnar fjölda fólks leið að fögru svæði, með góðum og vel lögðum vegi um vestanverðan Þorskafjörðinn




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband