10.10.2008 | 16:54
Spurningar á erfiðum tímum
Undanfarnir dagar hafa reynst Íslendingum og þjóðarbúi okkar mjög þungir í skauti svo ekki sé fastar að orði kveðið. Við þessar aðstæður ríður á að landsmenn standi saman og sýni samtakamátt sinn og æðruleysi á raunastund. Og það er þakkarvert hve einhugurinn hefur verið mikill síðustu dægrin. Stjórnvöld leggja sig öll fram um að greiða úr málum með sem farsælustum hætti og njóta til þess liðsinnis fjölmargra. Við svona aðstæður vakna auðvitað upp ýmsar spurningar sem nauðsynlegt er að svara. Á meðal þess sem hleypt hefur verið af stokkunum undanfarna daga er upplýsingavefur þar sem finna má svör við mörgu því sem á fólki brennur. Þar má einnig senda inn þær spurningar sem ekki hefur þegar verið svarað og eiga netspjall. Slóðin er http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook