Hefur stjórnarandstaðan engin spil til að sýna á?

Vandinn sem við glímdum við í fjárlagagerðinni var tvíþættur. Tekjubrestur sem stafaði af minni umsvifum í þjóðarbúinu og snarminnkandi fjármagnstekjum. Hins vegar hafa orðið til umtalsverð útgjöld sem óhjákvæmilega féllu á ríkissjóð vegna falls bankanna. Þess vegna vantaði ríflega 200 milljarða upp á að ríkissjóður gæti staðið undir því þjónustu- og framkvæmdastigi og hann hafði gert fyrir tíma efnahagsáfallsins sem við höfum orðið fyrir.

Þetta er bitur veruleiki; en veruleiki samt, sem enginn getur vikist undan.

Það eru engin ráð einföld eða auðveld við þessar aðstæður. Úrræðin eru satt að segja öll frekar gamalkunn.

Hækkun tekna, með því að auka óbeina tekjuöflun ríkissjóðs. Hækkun áfengisgjalda, tóbaksgjalda, bensín- og olíugjalda eru dæmi um þetta, þó ljóst sé að hækkun þeirra í ýmsum tilvikum amk. fylgi ekki verðlagsþróun. Hækkun tekna með hærri tekjuskattsprósentu og útsvarsprósentu til sveitarfélaga, eru annað dæmi um það hvernig við á tekjuhlið fjárlaga reynum að minnka fjárlagahallann.

Niðurskurður ríkisútgjalda fer fram með þrenns konar hætti. Dregið verður úr framkvæmdaáformum, þó ljóst sé að framkvæmdastigið verði engu að síður hátt á næsta ári. Lækkuð verða framlög til rekstrar. Rekstrarútgjöld stofnana verða almennt lækkuð um 3 til 5%. Og loks má nefna að lækkuð verða svo ölluð tilfærlsuútgjöld. Sett verður þak á vísitöluhækkanir almannatrygginga og búvörusamninga, svo dæmi séu tekin.

Þessar aðgerðir eru óhjákvæmilegar í ljósi aðstæðna. Við verðum að færa útgjaldastig ríkisins niður. Rétt eins og allur almenningur er að gera í sínum búreikningum og atvinnulífið sömuleiðis. Lækkun útgjalda ríkisins verður þó örugglega minni en hjá heimilum og fyrirtækjum, þó stjórnarandstaðan hafi uppi stór orð um vonsku okkar sem að þessum aðhaldsaðgerðum stöndum.

En þá er þess að geta að stjórnarandstaðan er ráðalaus og leggur ekki fram neina trúverðuga valkosti. Við aðstæður sem þessar reynir á burði stjórnarandstöðunnar. Ekki bara á hvort hún kunni að orða gagnrýni sína, heldur einnig hvort hún hafi einhver spil til að sýna á.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband