Formennska til bráðabirgða

Jóhanna Sigurðardóttir gerði það af einni saman flokkshollustinni að leysa forystukreppuna sem Samfylkingin var komin í. Þegar fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði ákveðið að stíga til hliðar út stjórnmálunum og láta af formennsku í Samfylkingunni lenti flokkurinn í miklum hnút. Á þann hnút gat bar einn einstaklingur höggvið; Jóhanna Sigurðardóttir.

Það lá fyrir frá fyrsta degi að hún vildi alls ekki verða flokksformaður. Það vildu hins vegar ýmsir aðrir. Gallinn var bara sá að þá vildi enginn í formannssætið! Staðan var vandræðaleg. Sú sem menn vildu að reddaði málunum, vildi alls ekki verða formaður. Þeir sem höfðu löngunina til að bera, höfðu ekki til þess traust.

Vitaskuld var ljóst frá fyrsta degi hvernig þetta myndi enda. Jóhanna myndi nauðug viljug taka að sér starfið. Hún átti ekki undankomuleið. Svo fékk hún rússneskia kosningu á landsfundinum. Allt var þetta fyrirsjáanlegt og allir gátu séð það fyrir.

Rifjast nú upp ummæli endalausra samfylkingarmanna um fánýti þess að leggja áherslu á stöðu formanns í stjórnmálaflokki. Síðast minnist ég sigurvegarans úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, Sigríðar Ingibjargar sem geipaði mjög í þeim dúrnum í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir svona hálfum mánuði. Svoleiðis skoðanir verða ábyggilega lagðar í saltpækil næstu vikurnar. Þær henta enda illa um þessar mundir fyrir Samfylkinguna.

Kjör Jóhönnu er hugsað til að fleyta flokknum fram yfir kosningarnar. Alveg sama hvað sagt er þá er það augljóst mál. Svo þegar líður aðeins á kjörtímabilið þá munu þeir taka að spretta fram sem segja, nú get ég. Spurningin er aðeins hvort það muni gerast á fyrsta eða öðrum landsfundinum sem haldinn verður eftir kosningarnar nú í vor. Á þcví nenni ég ekki að hafa skoðun.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband