29.6.2009 | 12:53
Tillaga ađ nýjum sumarleik
Flestir ţekkja hina hefđbundnu verkaskiptingu í stjórnarráđinu, sem markast af ráđuneytunum. En núna hefur hins vegar veriđ fitjađ upp á nýrri tegund af verkaskiptingu, sem er ađ taka á sig skýrari mynd eftir ţví sem vikunum í stjórnarsamstarfi Vinstri Grćnna og Samfylkingar vindur fram.
Ţessi nýja verkaskipting gengur í sem skemmstu máli út á ađ ráđherrar skiptast á ađ lýsa yfir andstöđu sinni viđ helstu mál ríkisstjórnarinnar. Nú ţegar hafa tveir tilteknir ráđherrar greint frá andstöđu sinni viđ tvö af stćrstu málum stjórnarinnar og ađeins mánuđur ađ baki í endurnýjuđu stjórnarsamstarfi flokkanna. Ţetta er efnilegt og lofar miklu um framhaldiđ.
Međ ţessum orđum hefst grein eftir mig sem birtist í Fréttablađinu á fimmtudaginn var og lesa má hér í heild sinni.
Í greininni rćđi ég hiđ makalausa verklag ríkisstjórnarinnar ţar sem ráđherrarnir keppast viđ ađ sverja af sér helstu mál ţeirrar stjórnar sem ţeir ega ţó sćti í. Ţetta er fordćmalaust og er auđvitađ til marks um ţá sundurţykkju og ţann tćtingsbrag sem kominn er á ríkisstjórnina strax á hveitibrauđsdögunum.
Fyrst lýsti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra andstöđu viđ fyrsta stórmál ríkisstjórnarinnar, ađildrumsókn ađ ESB. Svo mćtti Ögmundur Jónasson heilbrigđisráđherra međ andstöđu viđ nćsta stórmál, Ice-save máliđ, upp á vasann. Og ţví er eđlilegt ađ spurt sé, hver sé nćstur.
Engu líkara er en ađ ráđherrarnir hafi komiđ sér upp eins konar verkaskiptingu, ţar sem einn ráđherra er á móti einu máli og svo sá nćsti andvígur ţví nćsta og svo framvegis.
Nú bíđa menn ţess hvađ gerist nćst. Hvađa ráđherra verđi nćstur upp á dekk til ađ lýsa yfir vanţóknun í einhverju máli.
Ţađ gćti síđan veriđ ágćtur sumarleikur ađ giska á hvađa ráđherra verđi nćstur til ađ opinbera andstöđu sína í stórmálum ríkisstjórnarinnar.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook