Tillaga að nýjum sumarleik

Ríkisstjórn Jóhönnu SigurðardótturFlestir þekkja hina hefðbundnu verkaskiptingu í stjórnarráðinu, sem markast af ráðuneytunum. En núna hefur hins vegar verið fitjað upp á nýrri tegund af verkaskiptingu, sem er að taka á sig skýrari mynd eftir því sem vikunum í stjórnarsamstarfi Vinstri Grænna og Samfylkingar vindur fram.

Þessi nýja verkaskipting gengur í sem skemmstu máli út á að ráðherrar skiptast á að lýsa yfir andstöðu sinni við helstu mál ríkisstjórnarinnar. Nú þegar hafa tveir tilteknir ráðherrar greint frá andstöðu sinni við tvö af stærstu málum stjórnarinnar og aðeins mánuður að baki í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi flokkanna. Þetta er efnilegt og lofar miklu um framhaldið.

Með þessum orðum hefst grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var og lesa má hér í heild sinni.

Í greininni ræði ég hið makalausa verklag ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrarnir keppast við að sverja af sér helstu mál þeirrar stjórnar sem þeir ega þó sæti í. Þetta er fordæmalaust og er auðvitað til marks um þá sundurþykkju og þann tætingsbrag sem kominn er á ríkisstjórnina strax á hveitibrauðsdögunum.

Fyrst lýsti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra andstöðu við fyrsta stórmál ríkisstjórnarinnar, aðildrumsókn að ESB. Svo mætti Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra með andstöðu við næsta stórmál, Ice-save málið,  upp á vasann. Og því er eðlilegt að spurt sé, hver sé næstur.

Engu líkara er en að ráðherrarnir hafi komið sér upp eins konar verkaskiptingu, þar sem einn ráðherra er á móti einu máli og svo sá næsti andvígur því næsta og svo framvegis.

Nú bíða menn þess hvað gerist næst. Hvaða ráðherra verði næstur upp á dekk til að lýsa yfir vanþóknun í einhverju máli.

Það gæti síðan verið ágætur sumarleikur að giska á hvaða ráðherra verði næstur til að opinbera andstöðu sína í stórmálum ríkisstjórnarinnar.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband