Er til eitthvað annað Evrópusamband ?

ESB löndEr mögulegt að umsókn íslands í ESB hafi verið ætluð einhverju allt öðru Evrópusambandi en við erum vön að tala um? Er hugsanlegt að ríkisstjórnin og fylgismenn hennar hafi uppgötvað eitthvað allt annað Evrópusamband en það sem byggir á Rómarsáttmálanum?

Þetta virðast fjarstæðukenndar spurningar, en þær eru ekki settar fram af tilefnislausu.

Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar lesin eru þau meginsjónarmið sem lögð eru til grundvallar umsókninni um aðild Íslands að ESB þá blasir við að lýsingin passar alls ekki við það Evrópsusamband sem hefur höfuðstöðvar sínar úti í brussel og við erum vön að tala um. Þarna er ég að vísa til þeirrar umfjöllunar um meginhagsmuni okkar í væntanlegum samningaviðræðum við ESB og fjallað er um í meirihlutaáliti Utanríkismálanefndar Alþingis.

Sanmnleikurinn er sá að lýsingin á meginsamningsmarkmiðunum er víðs fjarri þeim veruleika sem mun mæta samningamönnum okkar úti í Brussel. Það er nær að segja að samantektin í meirihlutaáliti Utanríkimálasnefndar Alþingis sé eins konar tilraun til þess að halda til haga flestu því sem fundið hefur verið aðild okkar að Evrópusambandinu til foráttu. Kannski má segja að þarna séu menn að hugsa upphátt um það sem menn verði að hafa í huga þegar sest er niður í Brussel. En fráleitt lýsing á því sem okkar bíður.

Nema menn hyggist sveigja og beygja ESB frá sínum meginsjónarmiðum. Kannski það?

Um þessi mál skrifa ég í grein í  Morgunblaðinu í dag og má lesa þá grein hér á heimasíðunni undir dálknum Greinar/ræður hér að neðan. Greininni lýk ég með þessum orðum:

"Því læðist sá illi grunur að manni að líklega sé umsóknarbeiðni þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar ranglega stíluð á forystumenn þess Evrópusambands sem hefur höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar sinnar í stórbyggingunni Berlaymont við Lagagötu í Brussel. Umsóknin hefur sannarlega farið af stað, en í ljósi þeirra forsendna sem hún byggir á, hlýtur það að vera ætlunin að sækja um eitthvað allt annað Evrópusamband."




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband